Albert segir ummæli gamla yfirmannsins áfall Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 10:31 Albert Guðmundsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Hann gæti orðið dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina. @acffiorentina Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var kynntur til leiks sem leikmaður Fiorentina á blaðamannafundi í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í nauðgunarmálið sem vofir yfir honum, og orð framkvæmdastjóra Genoa sem sagði Albert hafa suðað um að losna frá félaginu. Albert kemur til Fiorentina að láni frá Genoa, þar sem hann raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð, en með kaupum næsta sumar og bónusgreiðslum mun Fiorentina á endanum greiða 28 milljónir evra fyrir hann, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri blaðamönnum. Andres Blazquez, framkvæmdastjóri Genoa, sagði félagið hafa reynt að halda Alberti og kenndi honum alfarið um hvernig fór: „Við reyndum að halda honum og buðum honum launahækkun upp á eina milljón (evra) en hann kom á skrifstofuna á hverjum degi til að mótmæla. Á endanum vildi stjórinn ekki leikmann sem ekki vildi vera hérna,“ var haft eftir Blazquez í ítölskum miðlum. Albert var spurður út í þessi ummæli og svaraði: „Þessi orð hans voru svolítið áfall fyrir mig. Ég átti í góðu sambandi við hann, þekkti hann og hans fallegu fjölskyldu. Svo ég vil ekki tala illa um hann, því hann hefur hjálpað mér mikið síðustu tvö og hálft ár, en auðvitað má fólk ekki trúa öllu sem er skrifað í fjölmiðlum. Hann segist hafa boðið mér eina milljón evra í kauphækkun á ári en það er fjarri sannleikanum.“ Sannfærður um sakleysi sitt Albert var einnig spurður út í þá staðreynd að nú styttist í dómsúrskurð í máli hans vegna ákæru um nauðgun á Íslandi á síðasta ári. Hann hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu og gerði það einnig í gær. „Málið verður tekið fyrir í september en það hefur engin áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi síðasta árið en ég einbeiti mér að fjölskyldu minni og fótboltanum. Ég er sannfærður um sakleysi mitt og ég get ekki beðið eftir að sannleikurinn komi í ljós.“ Getur ekki spilað strax Óvíst er hvenær Albert spilar sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina en hann staðfesti á fundinum í gær að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa. Hann var einnig spurður hvernig það væri að verða mögulega dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina: „Það er mikill heiður fyrir mig að vera keyptur fyrir svona mikinn pening. En ég mun hvort sem er alltaf leggja mig 100% fram og læt svona lagað ekki vera neina aukabyrði á mér.“ Albert, sem er 27 ára gamall, skoraði 14 mörk í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð og varð fimmti markahæstur allra í deildinni. Í samræmi við reglur KSÍ spilaði hann ekki fyrir íslenska landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en hann var svo valinn í landsliðshópinn fyrir EM-umspilið í mars síðastliðnum eftir að héraðssaksóknari ákvað að láta málið niður falla. Þó að sú ákvörðun væri kærð rétt fyrir landsleikina gaf stjórn KSÍ leyfi fyrir því að Albert spilaði, í því ljósi að landsliðsverkefni væri hafið, og skoraði hann þrennu í 4-1 sigri gegn Ísrael, og mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Ítalski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19 Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Sjá meira
Albert kemur til Fiorentina að láni frá Genoa, þar sem hann raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð, en með kaupum næsta sumar og bónusgreiðslum mun Fiorentina á endanum greiða 28 milljónir evra fyrir hann, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri blaðamönnum. Andres Blazquez, framkvæmdastjóri Genoa, sagði félagið hafa reynt að halda Alberti og kenndi honum alfarið um hvernig fór: „Við reyndum að halda honum og buðum honum launahækkun upp á eina milljón (evra) en hann kom á skrifstofuna á hverjum degi til að mótmæla. Á endanum vildi stjórinn ekki leikmann sem ekki vildi vera hérna,“ var haft eftir Blazquez í ítölskum miðlum. Albert var spurður út í þessi ummæli og svaraði: „Þessi orð hans voru svolítið áfall fyrir mig. Ég átti í góðu sambandi við hann, þekkti hann og hans fallegu fjölskyldu. Svo ég vil ekki tala illa um hann, því hann hefur hjálpað mér mikið síðustu tvö og hálft ár, en auðvitað má fólk ekki trúa öllu sem er skrifað í fjölmiðlum. Hann segist hafa boðið mér eina milljón evra í kauphækkun á ári en það er fjarri sannleikanum.“ Sannfærður um sakleysi sitt Albert var einnig spurður út í þá staðreynd að nú styttist í dómsúrskurð í máli hans vegna ákæru um nauðgun á Íslandi á síðasta ári. Hann hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu og gerði það einnig í gær. „Málið verður tekið fyrir í september en það hefur engin áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi síðasta árið en ég einbeiti mér að fjölskyldu minni og fótboltanum. Ég er sannfærður um sakleysi mitt og ég get ekki beðið eftir að sannleikurinn komi í ljós.“ Getur ekki spilað strax Óvíst er hvenær Albert spilar sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina en hann staðfesti á fundinum í gær að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa. Hann var einnig spurður hvernig það væri að verða mögulega dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina: „Það er mikill heiður fyrir mig að vera keyptur fyrir svona mikinn pening. En ég mun hvort sem er alltaf leggja mig 100% fram og læt svona lagað ekki vera neina aukabyrði á mér.“ Albert, sem er 27 ára gamall, skoraði 14 mörk í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð og varð fimmti markahæstur allra í deildinni. Í samræmi við reglur KSÍ spilaði hann ekki fyrir íslenska landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en hann var svo valinn í landsliðshópinn fyrir EM-umspilið í mars síðastliðnum eftir að héraðssaksóknari ákvað að láta málið niður falla. Þó að sú ákvörðun væri kærð rétt fyrir landsleikina gaf stjórn KSÍ leyfi fyrir því að Albert spilaði, í því ljósi að landsliðsverkefni væri hafið, og skoraði hann þrennu í 4-1 sigri gegn Ísrael, og mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins.
Ítalski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19 Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Sjá meira
Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19
Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10