Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Tvö kínversk herskip skullu saman af miklum krafti á Suður-Kínahafi í dag. Þá var verið að reyna að nota skipin til að reka skip frá strandgæslu Filippseyja á brott frá Scarboroughrifi. Áhöfn filippseyska skipsins komst undan þegar kínversku skipin skullu saman en annað þeirra skemmdist verulega. 11.8.2025 19:35
Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Dómsskjöl frá leynilegum ákærudómstól sem leiddi til sakfellingar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein, verða ekki opinberuð. Dómari lýsti því yfir í dag og gagnrýndi hann starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna harðlega fyrir að gefa í skyn að skjölin innihéldu nýjar upplýsingar um glæpi Epsteins. 11.8.2025 18:19
Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja. 8.8.2025 16:47
Skipar hernum í hart við glæpasamtök Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, sem ríkisstjórn hans hefur skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Skipunin leggur grunn að mögulegum árásum og áhlaupum á sjó og innan landamæra annarra ríkja. 8.8.2025 15:46
Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Rússar eru taldir líklegir til að gera á næstu dögum tilraun með nýja tegund stýriflauga sem getur bæði borið kjarnorkuvopn og er knúin af kjarnorku. Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum og hafa fregnir borist af því að skjóta eigi henni á loft á norðurslóðum. 8.8.2025 13:46
Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði blaðamenn óvænt inn á skrifstofu sína í gær. Þar notuðu hann og hagfræðingur íhaldssamrar hugveitu súlurit, línurit og annarskonar gögn til að mála mynd fyrir blaðamennina af einstaklega heilbrigðu hagkerfi í Bandaríkjunum. Í senn vildu þeir meina að Joe Biden, forveri Trumps, hefði staðið sig illa í efnahagsmálum. 8.8.2025 12:07
Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Geimvísindamenn notuðu á dögunum Hubble geimsjónaukann til að taka skýrustu myndina hingað til af halastjörnunni 3I/Atlas sem er nú að heimsækja sólkerfi okkar. Halastjarnan á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins og er einungis þriðji gesturinn sem við vitum af. 8.8.2025 10:48
Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Bandaríkjamenn ætla að flýta áætlunum sínum sem snúa að því að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stendur til að koma kljúfi til tunglsins fyrir árið 2030 og stendur til að nota hann til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. 8.8.2025 07:02
Neitar að hitta Pútín án Selenskís Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður þeirrar skoðunar að hann muni ekki funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, án þess að Pútín hitti einnig Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Pútín sjálfur sagði í dag að það kæmi ekki til greina en nokkur óvissa ríkir um mögulegan fund Pútíns og Trumps. 7.8.2025 16:29
Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Súdanski herinn gerði á dögunum loftárás á flugvöll í Darfurhéraði sem beindist sérstaklega að herflugvél sem talið er að hafi verið í eigu herafla Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Flugvélinni var grandað og með henni fórust að minnsta kosti fjörutíu málaliðar frá Kólumbíu, sem furstadæmin eru sögð hafa ráðið til að styðja uppreisnarmenn í Súdan. 7.8.2025 14:59