Geislasverð Svarthöfða til sölu Geislaverðið sem Svarthöfði, eða Darth Vader, notaði til að skera aðra höndina af Luke Skywalker, eða Loga Geimgengli, í Star Wars myndinni Empire Strikes Back fer á uppboð í næsta mánuði. Áætlað er að leikmunurinn muni seljast fyrir allt að þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 370 milljónum króna. 7.8.2025 13:30
Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur. 7.8.2025 11:14
Fúlsaði við þriggja forseta fundi Ráðamenn í Rússlandi hafa staðfest að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að funda með Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum. Fundurinn gæti farið fram strax í næstu viku. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps sem hitti Pútín í gær, lagði til að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sæti einnig fundinn en Pútín hafnaði því. 7.8.2025 10:11
Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. 6.8.2025 16:55
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6.8.2025 16:12
Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. 6.8.2025 15:32
Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar. 6.8.2025 13:17
Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. 6.8.2025 11:12
Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Lík manns sem hvarf fyrir rúmum 28 árum fannst nýverið í afskekktum dal í austurhluta Pakistan. Smali gekk fram á líkið sem kom undan hopandi jökli og þykja líkamsleifarnar merkilega vel varðveittar. 6.8.2025 10:17
Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun „Við þurfum ekki að loka landamærum en við þurfum kannski aðeins að opna augun. Opna augun fyrir því á hvaða stefnu byggir fólksfjölgun á Íslandi. Þegar ég hef verið að skoða þetta á fyrstu mánuðum í embætti, þá hefur stefnuleysið komið mér á óvart og hversu lítið ákvarðanir og hversu lítið lagasetning er byggð á gögnum.“ 3.8.2025 16:01