Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og sex vígamenn Íslamska ríkisins liggja í valnum eftir bardaga þeirra á milli í Tyrklandi í morgun. Átta lögregluþjónar og öryggisvörður eru særðir eftir átökin, sem áttu sér stað í Elmali, suður af Istanbul. Lögregluþjónar eru sagðir hafa gert áhlaup á hús þar sem vígamennirnir héldu til. 29.12.2025 11:46
Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að nýjar friðartillögur sem hafi verið til umræðu milli hans og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída í gær innihaldi meðal annars tillögu um fimmtán ára öryggistryggingar handa Úkraínu. Selenskí segir að þær yrði svo hægt að framlengja enn frekar en hann lagði til við Trump í gær að öryggistryggingarnar næðu til allt að fimmtíu ára. 29.12.2025 10:46
Milljón dalir eða meira fyrir náðun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu verið iðinn við að náða menn og fyrirtæki. Í einhverjum tilfellum hefur það gerst svo hratt að Trump hefur komið eigin starfsfólki á óvart og hefur forsetinn verið sakaður um spillingu vegna sumra náðanna. 29.12.2025 09:07
Málið sem Trump getur ekki losað sig við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn. 21.12.2025 20:02
Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sænskir löggæslumenn fóru í nótt um borð í rússneska skipið Adler. Það var gert í kjölfar þess að áhöfn skipsins varpaði ankerum undan ströndum Hauganes á Skáni í gær, vegna vélarbilunar. Rússar eru taldir nota skipið til flytja vopn, í trássi við refsiaðgerðir gegn ríkinu. 21.12.2025 13:58
Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Fórnarlömb kynferðisbrotamannsins Jeffreys Epstein hafa lýst yfir vonbrigðum með það hvernig forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa birt Epstein-skjölin svokölluðu. Mikill skortur sé á gagnsæi en upplýsingar hafa verið huldar á fjölmörgum skjölum. 21.12.2025 12:01
Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, er farinn í tímabundið fæðingarorlof. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leysa Eyjólf af á meðan. 21.12.2025 10:27
Níu skotnir til bana á krá Níu voru skotnir til bana og tíu særðir þegar hópur manna á tveimur bílum hóf skothríð á gesti krár í bæ nærri Johannesburg í Suður-Afríku í gærkvöldi. Mennirnir eru sagðir hafa skotið fjölda skota að gestum krárinnar og svo á fólk af handahófi þegar þeir keyrðu á brott. 21.12.2025 10:10
Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. 21.12.2025 09:40
„En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé hægt að neita því að skakkaföll hafi orðið á atvinnulífinu hér á landi að undanförnu. Borið hafi á úrtöluröddum sem nýti hvert tækifæri við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að skipta um stefnu og að þrýst hafi verið á stjórnarmeirihlutann til að falla frá erfiðum ákvörðunum. 21.12.2025 08:57