Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. 23.10.2025 17:00
„Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. 23.10.2025 13:46
Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Nokkrum klukkustundum eftir að bíræfnir ræningjar rændu gífurlega dýrmætum kórónum og skartgripum Louvre-safninu á sunnudaginn létu aðrir þjófar greipar sópa á öðru safni í Frakklandi. Um tvö þúsund gull- og silfurmyntum var stolið af safni sem tileinkað er heimspekingnum Denis Diderot í Landres í Frakklandi. 23.10.2025 12:07
Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Nikon Comedy Wildlife Photography Awards birtu í dag þær myndir sem keppa til úrslita þetta árið. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður. 23.10.2025 10:32
Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Skömmu áður en þungvopnaður maður skaut þingkonu og eiginmann hennar til bana í Minnesota í sumar, höfðu yfirvöld verið vöruð, af dóttur þingmanns sem hann hafði skotið áður, við því að maðurinn væri klæddur í lögreglubúning. Raunverulegir lögregluþjónar létu hann þó óáreittan því þeir héldu að hann væri einnig lögregluþjónn. 23.10.2025 09:58
„Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Nadine Guðrún Yaghi segir „afar ólíklegt“ að hún sé á leið í framboð fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir marga hafa spurt sig út í mögulegt framboð en orðrómurinn byggi á draumi Ólafar Skaftadóttur, vinkonu sinnar. 22.10.2025 17:01
Gerðu árás á leikskóla í Karkív Að minnsta kosti sex eru látnir eftir umfangsmiklar árásir Rússa á Úkraínu í nótt og í morgun. Þar á meðal er kona og tvær ungar dætur hennar í Kænugarði, sex mánaða og tólf ára gamlar. Í öðru tilfelli féll einn í árás á leikskóla í Karkív. 22.10.2025 11:32
Hegseth bannar nú samskipti við þingið Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sett hæst settu embættismönnum ráðuneytisins nýjar reglur varðandi samskipti þeirra við þingmenn. Öll slík samskipti eiga nú að fara gegnum æðstu lögmenn ráðuneytisins, sem þurfa að veita herforingjum leyfi til að ræða við þingmenn. 22.10.2025 10:38
Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. 21.10.2025 16:29
Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Verktakar byrjuðu í gær að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins vegna byggingar veislusalar Donalds Trump, forseta. Ekkert leyfi hefur borist frá alríkisstofnun sem á að halda utan um framkvæmdir sem þessar. Þá hefur Trump áður sagt að framkvæmdirnar myndu engin áhrif á hafa á Hvíta húsið. 21.10.2025 14:59