HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5.10.2021 11:28
Neitaði að stöðva aftöku manns með miklar heilaskemmdir Mike Parson, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, neitaði í gær að fella niður dauðadóm fangans Ernest Johnson. Þúsundir höfðu skrifað undir áskorun um að dauðadómurinn yrði felldur niður, auk þess sem tveir þingmenn hefðu kallað eftir því og einnig páfinn. 5.10.2021 10:54
HBO birtir fyrstu stiklu House of the Dragon HBO birti í morgun stutta stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem frumsýndir verða á næsta ári. 5.10.2021 09:46
Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum. 5.10.2021 09:33
GameTíví: Kíkja á nýja FIFA fyrir ferð til Verdansk Það verður nóg um að vera hjá strákunum í GameTíví í mánudagsstreymi kvöldsins. Fyrst ætla þeir að taka mót í FIFA 22, áður en þeir fara til Verdansk og taka leik í Warzone. 4.10.2021 19:30
Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3.10.2021 20:00
Einn þekktasti auðjöfur Frakklands er dáinn Bernard Tapie, einn af þekktustu auðjöfrum Frakklands og fyrrverandi ráðherra, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og hafði barist við krabbamein undanfarin ár. 3.10.2021 17:05
Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað. 3.10.2021 16:12
Segir ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að áhættumikil fjárfesting hennar í Kviku banka hafi skilað hagnaði. Kaupréttarauki hennar í bankanum var til umfjöllunar í aðdraganda kosninganna. 3.10.2021 15:07
Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3.10.2021 13:34