GameTíví: Strákarnir kveðja Warzone Strákarnir í GameTíví ætla að kveðja Warzone í kvöld. Markmið þeirra er að ná heilum fimm sigrum í kvöld. 27.11.2023 19:30
Missti ríkisborgararéttinn á sjötugsaldri Maður á sjötugsaldri, sem fæddist í Bandaríkjunum, stundaði nám þar og hefur starfað þar sem læknir í rúm þrjátíu ár, er nú ríkisfangslaus. Þegar hann reyndi nýverið að endurnýja vegabréf sitt fékk hann bréf um að mistök hefðu verið gerð við fæðingu hans og hann hefði aldrei átt að fá bandarískan ríkisborgararétt. 26.11.2023 16:35
Vegfarendur með slökkvitæki komu til bjargar Eldur kviknaði í vélarrúmi bíls nærri Ingólfsfjalli á Suðurlandi í dag. Eldurinn náði þó ekki að dreifa sér þar sem vegfarendur sem voru með slökkvitæki bar að garði. 26.11.2023 15:46
Landlægt útgöngubann í Síerra Leóne Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar. 26.11.2023 14:01
Hvað gerist eftir vopnahléið? Vopnahlé Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hefur nú staðið yfir í meira en tvo daga, af þeim fjórum sem samið var um. Hléið hefur að mestu leyti haldið vel, þar sem árásir hafa ekki verið gerðar frá því það hófst á föstudaginn. 26.11.2023 11:55
Stærsti og elsti ísjaki heims á ferðinni Einn stærsti ísjaki heimsins og jafnvel sá elsti er á ferðinni í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi. Ísjakinn sem kallast A23a brotnaði frá Fichner-Ronne íshellunni árið 1986 en festist við botninn í Weddell-hafi. 26.11.2023 10:05
Líkur á gosi í Grindavík fari hratt þverrandi Talið er að kvikan undir kvikuganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta til. Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni þar og fara líkur á gosi hratt þverrandi með hverjum degi. 25.11.2023 16:45
Semja aftur um flug til Húsavíkur Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu þrjá mánuði og verður í kjölfarið ákveðið með framhaldið. 25.11.2023 16:32
Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Að minnsta kosti 24 hafa verið færðir fyrir dómara í Dyflinni á Írlandi og ákærðir vegna óeirða sem áttu sér stað í borginni aðfaranótt föstudags. Þrír voru ákærðir fyrir vopnaburð og fjórir fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt. 25.11.2023 16:13
Myndaðasta fólk ársins Sumt fólk getur ekki stigið út yfir eigin dyr án þess að vera elt af ljósmyndurum. Það á við leikara, stjórnmálamenn, íþróttamenn og marga aðra. 25.11.2023 14:56