Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Klúðruðu fjölda tæki­færa til að stöðva raðmorðingja

DeAngelo Martin var fyrir ári síðan fangelsaður fyrir að myrða fjórar konur og nauðga tveimur í Detroit í Bandaríkjunum. Nú lítur út fyrir að lögreglan í borginni hafi lagt litla áherslu á að handsama hann. Vísbendingar eru sagðar hafa verið hunsaðar og nauðsynleg skref við rannsókn morða voru ekki tekin yfir fimmtán ára tímabil.

Sýndi í „slow-mo“ hvernig Nintendo-byssan virkar

Gavinn Free, frá YouTube-rásinni Slow Mo Guys, tók sig til á dögunum og varpaði loks ljósi á það hvernig Nintendo Zapper, rauða byssan sem margir ættu að kannast við úr æsku, og Duck Hunt leikurinn virkar.

Ræddu sam­runa Warner og Paramount

David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. 

„Feiti Leonard“ sendur til Banda­ríkjanna

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sleppt Alex Saab, fjármálamanni Nicolas Maduro, forseta Venesúela, úr fangelsi. Í skiptum var maður sem gengur undir nafninu „Feiti Leonard“ sendur til Bandaríkjanna en er verktaki sem sakfelldur var í fyrra vegna aðildar hans að einhverju stærsta mútuhneyksli sjóhers Bandaríkjanna.

Brenndu kross og hótuðu ná­grönnum sínum

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) eru með par frá Suður-Karólínu til rannsóknar eftir að þau kveiktu í krossi á lóð þeirra í síðasta mánuði. Hinu megin við götuna býr eldra þeldökkt fólk og beindist brennan að þeim en hjónin birtu myndband af brennunni og segjast ítrekað yfir orðið fyrir hótunum frá parinu sem hefur verið handtekið.

Grínaðist með gosið og nafn Þor­valds Þórðar­sonar

„Eins og alltaf, byrjum við á stóru fréttinni frá Íslandi.“ Þetta sagði Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, í upphafi þáttar síns á CBS í gærkvöldi. Þar ræddi hann á léttum nótum um eldgosið á Reykjanesi og nafn Þorvalds Þórðarsonar.

Herða reglur ESB um farand- og flótta­fólk

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að herða reglur varðandi farand- og flóttafólk í Evrópu. Samkomulagið, sem er til komið eftir áralangar viðræður, mun hafa mikil á það hvernig unnið er úr komu farand- og flóttafólks til heimsálfunnar.

Margir á ver­gangi í nístingskulda eftir jarð­skjálfta

Skjálftinn var 6,2 stig og skall á skömmu fyrir miðnætti á mánudagskvöld. Íbúar Gansu og Qinghai-héraða í norðvesturhluta Kína flúðu heimili sín út í kuldann sem herjar nú á fólk í svæðinu en skjálftinn olli skemmdum á húsum, vegum, orkuinnviðum og olli skriðum og aurskriðum.

Svipuð kvika en mögu­lega þróaðri

Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur, er komin með sýni úr glænýju hrauninu á Reykjanesi. Hún er ein fræðinga frá Háskóla Íslands sem freistuðu þess að finna sýni úr kvikunni í dag, hvort sem það var fljótandi eða ekki.

Sjá meira