Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

For­seti Madagaskar flúinn og herinn við völd

Andry Rajoelina, forseti Madagaskar, segist farinn í felur eftir að hermenn og pólitískir andstæðingar hans reyndu að ráða hann af dögum. Óljóst er hvar hann er en fregnir hafa borist af því að forsetinn hafi flúið land í franskri herflugvél.

Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir annan fasa friðaráætlunarinnar varðandi Gasaströndina hafinn nú þegar búið sé að koma á vopnahléi á Gasa og Hamas-liðar sleppt gíslum þeirra. Bandarískir erindrekar hafa varað við því að annar fasinn sé flókinn og erfiður.

Tugir látnir eftir úr­helli í Mexíkó

Að minnsta kosti 64 eru látnir eftir úrhelli í Mexíkó í lok síðustu viku. Skyndiflóð og aurskriður ollu miklum usla en að minnsta kosti 65 er enn saknað. Björgunarsveitir eru fyrst núna að ná til byggðarlaga sem lokuðust inni eftir úrhellið.

Kín­verjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana

Ráðamenn í Kína virðast hafa lítinn áhuga á að gefa eftir í garð Bandaríkjanna í viðskiptadeilum ríkjanna. Kalla þeir eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lúffi með þá ákvörðun að auka tolla á vörur frá Kína til muna og felli einnig úr gildi aðrar aðgerðir gegn Kína.

Bein út­sending: Mikil fagnaðar­læti í Palestínu og Ísrael

Hamas-liðar slepptu í morgun þeim tuttugu gíslum sem voru enn í haldi þeirra í morgun og samhliða því slepptu Ísraelar tæplega tvö þúsund manns sem þeir hafa haldið föngnum. Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað bæði í Ísrael og á Gasaströndinni og Vesturbakkanum.

Gert að vara við sjald­gæfum fylgi­kvilla

Danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk hefur verið gert að bæta viðvörun um mjög sjaldgæfan fylgikvilla á pakkningar Ozempic, Wegovo og Rybelsus um að notendur þyngdarstjórnunarlyfjanna vinsælu geti misst sjónina. Það er að skipan Lyfjastofnunar Evrópu en um er að ræða sjúkdóminn NAION, sem getur leitt til mikils sjónarmissis eða algerrar blindu en það er þó mjög sjaldgæft.

Vopna­hlé tekur gildi

Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi.

Annar and­stæðingur Trumps á­kærður

Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur verið ákærð í Virginíu fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra.

Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vestur­landa

Ráðamenn í Kína tilkynntu í morgun nýja tálma á sölu svokallaðra sjaldgæfra málma og afurða úr þeim auk þess sem tálmar hafa einnig verið settir á útflutning liþíumrafhlaðna og búnaðar til að framleiða þær. Þessir málmar og vörur eins og sérstakir seglar eru nánast eingöngu fáanlegir í Kína og eru gífurlega mikilvægir birgðakeðjum fyrirtækja og ríkja um allan heim.

Sjá meira