Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allir punktar stefnu­yfir­lýsingar ríkis­stjórnarinnar

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum.

„Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að dagurinn verði góður og farsæll fyrir íslensku þjóðina. Djúpt og ríkt traust ríkti milli hennar Kristrúnar Frostadóttur og Ingu Sæland.

Fimm látnir og tvö hundruð særðir

Yfirvöld í Þýskalandi hafa uppfært tölur yfir fjölda látinna og særðra eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi. Að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð eru særðir.

Tveir ungir á 140 kíló­metra hraða

Löggregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í gærkvöldi og í nótt tvo unga ökumenn við ofsaakstur í Árbæ. Þá var maður vopnaður hnífi á skemmtistað í miðbænum handtekinn.

Vaktin: Ný ríkis­stjórn kynnt fyrir landanum

Ný ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar var kynnt Íslendingum í dag. Þá kynntu valkyrjurnar svokölluðu; Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stjórnarsáttmála þeirra og ráðherra.

Koma naum­lega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs

Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það.

Fimm­tugur geð­læknir ók bílnum

Lögreglan í Þýskalandi segir að maðurinn sem ók bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg sé fimmtugur og upprunalega frá Sádi-Arabíu. Hann er sagður hafa starfað sem læknir í Þýskalandi um árabil og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir.

Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið

Ríkisstjórn Malasíu hefur samþykkt að hefja aftur leit að flugvélinni MH370 sem hvarf á leið frá Kuala Lumpur til Peking fyrir rúmum tíu árum. Um borð í flugvélinni, sem var af gerðinni Boeing 777, voru 239 manneskjur en talið er að hún hafi hrapað í Indlandshaf.

Vara við upp­risu ISIS

Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar.

Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb

Sjö ára stúlka lét lífið og fimm aðrir nemendur og kennari særðust þegar ungur maður vopnaður hnífi réðst á þau í skóla í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í morgun. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn en hann er sagður hafa gengið inn í skólann og byrjað að stinga börn inn í fyrstu skólastofunni sem hann sá.

Sjá meira