Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar munu sigra Úkraínu, af þeir eiga engra annarra kosta völ og munu þeir ekki hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24.9.2025 10:38
Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Eldar Ástþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Faxaflóahafna en þangað fór hann frá CCP. Þar starfaði Eldar að kynningar- og markaðsmálum í yfir áratug og síðustu ár sem aðal vörumerkjastjóri. Hann hefur þar að auki leitt markaðs- og kynningarstörf hjá Iceland Airwavex, nýsköpunarfyrirtækinu Gogoyoko og Forlaginu. 24.9.2025 09:34
Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Joe Biden, forvera sinn, og ráðamenn víða um heim í langri og slitróttri ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Meðal annars sagði hann að mörg ríki heims „væru að fara til helvítis“. 23.9.2025 16:03
Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka til máls á áttugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þar er hann meðal annars sagður ætla að gagnrýna stofnunina og hnattvæðingu og saka stofnanir hnattvæðingarsinna um að valda skaða á alþjóðakerfinu. 23.9.2025 13:40
Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur lagt hald á búnað sem gæti hafa verið notaður til að setja símkerfið í New York, þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram, á hliðina. Hald var lagt á rúmlega hundrað þúsund SIM-kort og um þrjú hundruð vefþjóna, sem gætu hafa verið notaðir til að senda þrjátíu milljón smáskilaboð á mínútu. 23.9.2025 13:29
Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Netþrjótar hafa verið að senda út svikapósta í nafni Ríkisskattstjóra og varar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að opna hlekki í þeim póstum. Þar er verið að reyna að plata fólk til að opna rafræn skilríki. 23.9.2025 11:39
Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Lögreglunni hafa borist upplýsingar um hverjir sex grímuklæddir menn sem réðust á einn í Breiðholti í gærkvöldi eru. Til stendur að kalla þá til yfirheyrslu vegna líkamsárásarinnar. 23.9.2025 11:08
Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann tengdi notkun paracetamols á meðgöngu við einhverfu. Þá var kynnt átak sem varpa á frekara ljósi á hina flóknu taugaþroskaröskun. 23.9.2025 10:10
Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Einungis helmingur stórs hóps 36 ára Íslendingar sem tekur þátt í gagnasöfnun Heilsuferðalagsins telur sig við góða heilsu. Um helmingur þeirra er einnig í ofþyngd og fimmtungur þeirra á við offitu að stríða. 23.9.2025 09:24
Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Fastlega er búist við því að ríkisstjórn Donalds Trump muni í kvöld lýsa því yfir að tengsl hafi fundist milli notkunar óléttra kvenna á verkjalyfinu paracetamol/tylanol og einhverfu. Robert F. Kennedy yngri, umdeildur heilbrigðisráðherra, lofaði því fyrr á árinu að hann myndi finna út úr því hvað olli einhverfu fyrir lok septembermánaðar. 22.9.2025 17:04