Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hærri kostnaður en á­ætlanir gerðu ráð fyrir

Þó tekjur Icelandair á þriðja fjórðungi ársins hafi verið í samræmi við áætlanir á það sama ekki við kostnað. Í afkomuspá frá því í júlí var gert ráð fyrir aukinni arðsemi á fjórðungnum en sú þróun mun ekki hafa gengið eftir.

Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“

Stjórn Ungra Repúblikana í Bandaríkjunum kallaði í gær eftir því að margir af leiðtogum samtakanna á landsvísu stigju til hliðar. Það var eftir að samskipti þeirra á Telegram rötuðu í hendur blaðamanna, sem sögðu frá því að umræddir leiðtogar hefðu ítrekað lýst yfir aðdáun á Hitler, lofað þrælahald og talað með mjög neikvæðum hætti um konur, litað fólk og aðra.

Biður Pútín um að af­henda Assad

Ahmed al-Sharaa, forseti Sýrlands, er í Moskvu þar sem hann mun í dag funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir eru sagðir ætla að ræða samskipti ríkjanna, veru rússneskra hermanna í Sýrlandi og mögulega örlög fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, Bashar al-Assad.

Hæsti­réttur hafnar Alex Jones

Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna höfnuðu í gær kröfu Alex Jones, samsæriskenningasmiðs, vegna 1,4 milljarða dala skaðabótagreiðslu til foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook á árum áður. Hann vildi að dómararnir felldu niður kröfu foreldranna í garð hans og tækju áfrýjun hans á fyrri úrskurði til málsmeðferðar.

Segja eitt líkanna ekki vera gísl

Forsvarsmenn ísraelska hersins segja að eitt líkanna sem Hamas-liðar afhentu í gær sé ekki lík gísls. Ísraelar fengu fjögur lík afhent í gær og fjögur daginn þar áður en í heildina sögðust Ísraelar vilja fá lík 28 gísla sem Hamas-liðar áttu að halda enn.

Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum.

Paramount ber víurnar í Warner Bros

Forsvarsmenn Paramount Skydance hafa í nokkrar vikur reynt að sameina félagið við Warner Bros. Discovery. Sá samruni myndi skapa eitt stærsta og öflugasta skemmtanaafurðafyrirtæki heimsins.

Aftur heppnast geimskot Starship

Starfsmenn SpaceX skutu Starfship geimfari á loft seint í gærkvöldi og var það í ellefta sinn. Geimskotið heppnaðist vel, annað sinn í röð, eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum, og flaug geimfarið langt um heiminn og sleppti eftirlíkingum af gervihnöttum á braut um jörðu.

Hegseth í stríði við blaða­menn

Leiðtogar stærstu fréttastofa Bandaríkjanna og annarra alþjóðlegra fjölmiðla hafa tilkynnt að þeir muni ekki samþykkja nýjar reglur varnarmálaráðuneytisins um blaðamenn. Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga.

Sjá meira