Þjálfari Senegal svarar hinum umdeilda forseta Napoli: „Erum ekki að berjast við félögin“ Aurelio De Laurentiis, hinn umdeildi forseti ítalska knattspyrnuliðsins Napoli, er hættur að kaupa afríska leikmenn nema þeir uppfylli eitt skilyrði. Þeir mega ekki spila á Afríkumótinu. Þetta telur Aliou Cisse, þjálfari Senegal, gjörsamlega fráleitt. 10.8.2022 23:01
Erfingi Walmart-auðæfanna nýr eigandi Denver Broncos NFL-liðið Denver Broncos hefur fengið nýja eigendur en Rob Walton, erfingi Walmart-auðæfanna hefur fest kaup á félaginu fyrir 4.65 milljarða Bandaríkjadala. Gerir það Broncos að dýrasta íþróttafélagi í sögu Bandaríkjanna. 10.8.2022 17:01
Yngstu leikmenn í sögu ÍA og KR koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum Fornu fjendurnir KR og ÍA hafa bæði valdið vonbrigðum það sem af er sumri í Bestu deild karla í fótbolta. KR-ingar eru þó að því virðist að vakna af værum blundi á meðan ÍA er fast við botninn. Bæði lið hafa þó gefið mjög svo ungum leikmönnum nokkrar mínútur í sumar, mínútur sem skiluðu drengjunum í sögubækurnar. 10.8.2022 16:01
„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. 10.8.2022 13:30
Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar. 10.8.2022 11:05
Guðmundur Þórarinsson til Krítar Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við OFI Crete á Krít í Grikklandi. 10.8.2022 10:46
Stofnaði fatalínu fyrir golfara landsins: „Sniðugt að líta út eins og maður geti eitthvað í klúbbhúsinu“ Nafnið Styrmir Erlendsson kveikir ef til vill ekki á mörgum bjöllum nema fólk sé úr Árbænum eða hafi fylgst gríðarlega vel með neðri deildum íslenskrar knattspyrnu undanfarin ár. Styrmir er þó að skapa sér nafn í öðrum geira þessa dagana en hann er á bakvið íslenska golfmerkið Brutta Golf. 10.8.2022 10:00
Stóru málin: Er Fram öruggt? Er KA í titilbaráttu? Má tala um að markametið falli í lengri deild? Eins og svo oft áður voru „Stóru málin“ tekin fyrir í Stúkunni: Er Fram búið að bjarga sér, er KA í titilbaráttu og hver er uppáhaldsleikmaður sérfræðinganna í Bestu deild karla í fótbolta. Þetta og meira til var til umræðu í Stúkunni eftir síðustu umferð Bestu deildarinnar. 9.8.2022 16:01
Rúnar Alex ekki til FCK þar sem fyrrum liðsfélagi hans mun nú verja mark liðsins Danska meistaraliðið FC Kaupmannahöfn varð fyrir áfalli nýverið er markvörður liðsins meiddist illa og því hóf liðið leit að nýjum markverði. Var Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands og leikmaður Arsenal á Englandi, nefndur til sögunnar. 9.8.2022 14:01
Man United hætt við að fá Arnautović eftir áhyggjur stuðningsfólks Í gær fóru þær fréttir á kreik að Manchester United vildi fá Marko Arnautović í sínar raðir. Það virðist sem sá áhugi hafi kólnað hratt þökk sé áhyggjum stuðningsfólks Man United sem og verðmiða leikmannsins. 9.8.2022 13:02