Bröndby fær hjálp lögreglu eftir lætin og skemmdarverkin á Parken Nágrannaliðin og erkifjendurnir FC Kaupmannahöfn og Bröndby mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Líkt og svo oft áður sauð upp úr er Íslendinglið FCK tók á móti sínum fornu fjendum í Bröndby og vann öruggan 4-1 sigur. 9.8.2022 12:31
Leikmenn botnliðsins þurftu að gista á flugvellinum eftir að flug þeirra féll niður Leikmenn Los Angeles Sparks í WNBA-deildinni í körfubolta þurftu að gista á flugvellinum í Washington eftir sigur liðsins á Washington Mystics á sunnudaginn var. Ástæðan var sú að flug liðsins var fellt niður. 9.8.2022 11:31
Evrópumeistarinn Parris til liðs við Man United Á meðan karlalið félagsins er tilbúið að fá hvern sem er til liðs við sig þá hefur kvennalið Manchester United sótt enska landsliðskonu sem varð Evrópumeistari í sumar. 8.8.2022 17:01
Almar Orri í úrvalsliði Evrópumóts landsliða 18 ára og yngri Ísland stóð sig frábærlega í B-deild Evrópumóts undir 18 ára en mótið hefur farið fram í Rúmeníu undanfarna daga. 8.8.2022 15:55
Stefán Árni ekki með gegn ÍBV vegna agabanns KR vann 4-0 sigur á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudagskvöld. Athygli vakti að Stefán Árni Geirsson, sem hefur verið að koma til baka eftir meiðsli, var ekki í leikmannahóp KR. Hann var í agabanni. 8.8.2022 14:31
Leiknir getur sent FH í fallsæti með sigri á Keflavík Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fari svo að heimamenn landi sigri þá fara þeir upp fyrir FH í töflunni og senda Hafnfirðinga þar með í fallsæti. 8.8.2022 13:01
Barcelona segir núverandi samning Frenkie de Jong ólöglegan Stjórn Barcelona vill ógilda núverandi samning Frenkie de Jong þar sem hún telur að samningurinn sé ekki löglegur. Forverar núverandi stjórnar voru við stjórnvölin er skrifað var undir og segja allt hafa verið gert eftir lögum og reglum. Núverandi stjórn er tilbúin að fara með málið fyrir dómstóla. 8.8.2022 12:00
Rabiot á að leysa vandræðin á miðsvæði Man United Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United vill fá hinn 27 ára gamla Adrien Rabiot frá Juventus. Á hann að leysa vandræði liðsins á miðsvæðinu en Man United hóf ensku úrvalsdeildina á 1-2 tapi á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion. 8.8.2022 09:14
Gæti snúið sér að spilagöldrum ef Fulham fellur Antonee Robinson, oftar en ekki kallaður Jedi, er leikmaður enska knattspyrnufélagsins Fulham. Liðið er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og í óðaönn að undirbúa sig komandi tímabil. Hinn 24 ára gamli Jedi er hins vegar ekki allur þar sem hann er séður. 23.7.2022 08:01
Á yfir 200 leiki í Serie A en er mættur í 10. deild Englands eftir að hafa farið út að labba með hundinn Hinn 38 ára gamli Daniele Mannini hefur spilað með og gegn nokkum af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins undanfarna tvo áratugi. Eftir farsælan feril með liðum á borð við Napoli, Brescia og Sampdoria er hann óvænt mættur í 10. deildina á Englandi, allt þökk sé því að hann fór út að labba með hundinn. 23.7.2022 07:00