Man United íhugar að fá Pulisic á láni Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. 17.8.2022 13:00
Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17.8.2022 11:01
Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17.8.2022 09:30
Besta kast ársins hjá Hilmari Erni ætti að koma honum í úrslit á EM Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson er staddur í München í Þýskalandi þar sem Evrópumótið í frjálsíþróttum fer fram. Hilmar Örn kastaði best 76,33 metra í forkeppni sleggjukastsins og er því að öllum líkindum kominn í úrslit. 17.8.2022 08:20
Sjáðu markaflóð Þróttara, fyrstu mörk Selfyssinga í langan tíma og endurkomu Keflavíkur Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þar sem alls voru 13 mörk. Þróttur Reykjavík vann ÍBV 5-1, Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA og Keflavík kom til baka og vann Aftureldingu 3-2 í Mosfellsbæ. 17.8.2022 08:01
Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17.8.2022 07:30
Man. City sækir bakvörð sem var í unglingaliði Barcelona Manchester City hefur fest kaup á hinum Spánverjanum Sergio Gómez. Hann leikur iðulega í stöðu vinstri bakvarðar og lék síðast með Anderlecht í Belgíu. Gómez skrifar undir fjögurra ára samning við Englandsmeistarana. 16.8.2022 16:30
Davíð Örn frá næstu vikurnar: „Nárinn fór“ Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, þurfti að fara af velli í stórleik Bestu deildar karla í gærkvöld eftir að meiðast á nára í fyrri hálfleik. Hann bíður nú eftir að komast í ómskoðun til að fá nánari greiningu á meiðslunum. 16.8.2022 15:31
Fær afsökunarbeiðni fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum: „Af þessu höfum við dregið lærdóm“ Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir er beðin afsökunar á atvikum sem áttu sér stað árið 2018. 16.8.2022 14:00
Giggs sakaður um að skalla systurina og hóta að skalla kærustu sína líka Réttarhöldin yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, halda áfram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi yfir þriggja ára skeið. Í dag bar Emma Greville, systir Kate, vitni. 16.8.2022 13:30