Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30.8.2022 11:00
Samúel Kári til liðs við Viðar Örn og félaga í Atromitos Samúel Kári Friðjónsson er genginn í raðir gríska úrvalsdeildarfélagsins Atromitos. Hann hittir þar fyrir íslenska framherjann Viðar Örn Kjartansson. 30.8.2022 10:32
Nýliðinn þurfti aðgerð eftir að hafa verið skotinn tvisvar Brian Robinson mun spila með Washington Commanders í NFL-deildinni á næstu leiktíð. Hann lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu nýverið er tveir menn rændu að ræna bílnum hans. Endaði það með því að Robinson var skotinn tvisvar. 30.8.2022 09:01
Keimlík mörk er Valur og Fram gerðu jafntefli Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í eina leiknum sem fór fram í gær, mánudag, í Bestu deilda karla í fótbolta. Mörk leiksins voru vægast sagt keimlík. Bæði voru skoruð af stuttu færi, bæði komu á sama mark eftir fyrirgjöf frá vinstri og bæði voru skoruð undir lok hvors hálfleiks fyrir sig. 30.8.2022 08:30
Parker fær sparkið eftir afhroðið á Anfield Scott Parker hefur verið rekinn sem þjálfari Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Lið hans tapaði 9-0 á Anfield um liðna helgi, var það þriðji tapleikurinn í röð í deildinni. Markatala liðsins í leikjunum þremur var 0-16. 30.8.2022 08:00
Kristall Máni frá í hið minnsta sex vikur vegna axlarbrots Kristall Máni Ingason komst á blað í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um liðna helgi er hann skoraði tvívegis í 4-3 tapi Rosenborg gegn Tromsö. Því miður fyrir Kristal Mána þá meiddist hann í leiknum og verður frá næstu sex vikurnar hið minnsta. 30.8.2022 07:31
Hákon Daði vonast til að vera klár í síðasta lagi eftir tvær vikur Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson stefnir á að vera kominn á fullt eftir aðeins tvær vikur. Hann leikur með Gummersbach í Þýskalandi en liðið er nýliði í efstu deild þar í landi. 29.8.2022 17:15
Sjáðu allar markvörslur hins nær fullkomna Sommer gegn Bayern Yann Sommer átti nær fullkominn leik er Borussia Mönchengladbach var nærri búið að stela öllum þremur stigunum gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München er liðin mættust um helgina. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þökk sé ótrúlegri frammistöðu svissneska markvarðarins. 29.8.2022 16:31
Segir Ricciardo óþekkjanlegan Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1, segir fyrrum ökumann liðsins, Daniel Ricciardo, nær óþekkjanlegan á brautinni. McLaren og Ricciardo komust að samkomulagi nýverið um að rifta samningi hans eftir tímabilið. Óvíst er hvort Ricciardo verði áfram í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili 29.8.2022 16:01
Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. 29.8.2022 14:01