Íslendingalið Kolstad byrjar á sigri Landsliðsmennirnir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason byrja tímabilið í Noregi á sigri en þeir gengu í raðir ofurliðs Kolstad í sumar. Liðið lagði Nærbø naumlega í kvöld með tveggja marka mun, lokatölur 29-27. 31.8.2022 20:00
Stórleikur Ómars Inga dugði ekki til Magdeburg tapaði í kvöld fyrir Kiel í leiknum um þýska ofurbikarinn í handbolta. Ómar Ingi Magnússon fór á kostum en það dugði ekki til að þessu sinni, lokatölur 36-33 Kiel í vil. 31.8.2022 19:30
„Langar að setja kröfu á Íslendinga að koma og styðja við okkur“ „Jú ég viðurkenni það. Mér líður bara ágætlega,“ sagði landsliðsmarkvörður Íslands og nýkrýndur bikarmeistari Sandra Sigurðardóttir aðspurð hvort henni liði ekki nokkuð vel þessa dagana. Sandra ræddi við fjölmiðla fyrir landsleikina mikilvægu sem fram fara í upphafi septembermánaðar. 31.8.2022 19:15
Tuchel fær sekt fyrir ummæli sín um Taylor Thomas Tuchel, þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur verið sektaður um tuttugu þúsund pund fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik sinna manna gegn Tottenham Hotspur á dögunum. 31.8.2022 18:26
Nóg um að vera á skrifstofu Southampton Þó svo að enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hafi unnið góðan 2-1 sigur á Chelsea um liðna helgi þá ætlar liðið heldur betur að styrkja sig áður en félagaskiptaglugginn lokar. 31.8.2022 17:45
Hrókeringar í fremstu línu Íslendingaliðsins í Kaupmannahöfn Það stefnir í miklar breytingar á framlínu Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar á miðnætti. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson ættu að njóta góðs af breytingunum. 31.8.2022 17:00
Dýrasti félagaskiptagluggi Man United frá upphafi Með tilkomu Brasilíumannsins Antony hefur Manchester United bætt félagsmet er kemur að eyðslu í einum og sama félagaskiptaglugganum. Félagið hefur eytt fúlgum fjár í leikmenn undanfarin ár án þess þó að ná tilætluðum árangri. 30.8.2022 16:31
Líka rekinn eftir 9-0 tap um helgina Jack Ross er atvinnulaus eftir að Dundee United ákvað að láta þjálfarann fara eftir 9-0 tap gegn Skotlandsmeisturum Celtic um helgina. Hann hafði aðeins verið í starfinu í tíu vikur. 30.8.2022 15:31
Henry orðinn hluthafi í liðinu hans Fàbregas Þó það séu nokkrir Íslendingar sem leiki í Serie B á Ítalíu þá verður að segjast að forvitnilegasta félag deildarinnar um þessar mundir sé Como. Spænski miðjumaðurinn Cesc Fàbregas gekk nýverið í raðir félagsins. Nú hefur Thierry Henry, fyrrum samherji Fàbregas hjá Arsenal, keypt hlut í félaginu. 30.8.2022 14:30
West Ham gerir Paquetá að mögulega dýrasta leikmanni í sögu félagsins Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur fest kaup á miðjumanninum Lucas Paquetá. Sá er Brasilíumaður sem hefur spilað með Lyon í Frakklandi frá árinu 2020 en þar áður var hann eina leiktíð hjá stórliði AC Milan á Ítalíu. 30.8.2022 14:01