Tindastóll upp í Bestu deildina Tindastóll vann öruggan 5-0 útisigur á Augnabliki í Kópavogi í Lengjudeild kvenna í kvöld. Sigurinn þýðir að Tindastóll er komið aftur upp í Bestu deild kvenna eftir aðeins ár í Lengjudeildinni. 9.9.2022 21:35
Rúnar Alex og Willum Þór með sína fyrstu deildarsigra Rúnar Alex Rúnarsson stóð milli stanganna er Alanyaspor lagði Ankaragücü í tyrknesku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur liðsins síðan Rúnar Alex komst í byrjunarliðið. Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum hjá Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann 3-2 útisigur á Volendam. 9.9.2022 20:30
UEFA ekki tekið ákvörðun en Rússland þegar skipulagt æfingaleiki Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ekki tekið ákvörðun hvort Rússland eigi að fá taka þátt í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2024. Á sama tíma er Rússland þegar byrjað að skipuleggja æfingaleiki og hefur fulla trú á að þjóðin fái að taka þátt. 9.9.2022 20:01
Bjarki Már skoraði þrjú í fyrsta deildarleiknum í Ungverjalandi Veszprém vann stórsigur á Dabas í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 30-21 gestunum í vil. Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var að leika sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið en hann missti af leiknum í fyrstu umferðar vegna meiðsla. 9.9.2022 19:30
Markalaust í Eyjum og Valur komið níu fingur á titilinn ÍBV og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem liðin mættust í Bestu deild kvenna í fótbolta. Jafnteflið þýðir að Valskonur, sem unnu stórsigur á KR, eru nú komnar með sex stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. 9.9.2022 19:00
Gabriel Jesus eða Martinelli ekki í síðasta leikmannahóp Brasilíu fyrir HM Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur tilkynnt 26 manna hóp fyrir síðustu æfingaleiki liðsins í aðdraganda HM sem fram fer í Katar á síðasta ári. Athygli vekur að Arsenal tvíeykið Gabriel Jesus og Martinelli eru ekki í hópnum. 9.9.2022 18:31
Man Utd vildi ekki Potter þar sem hann hafði ekki þjálfað í Meistaradeildinni Graham Potter er nýr þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Hann hefði getað fengið tækifæri til að stýra öðru toppfélagi á Englandi en tvívegis kom nafn hans upp er Manchester United var að leita að nýjum þjálfara. Skortur á reynslu í Meistaradeild Evrópu stöðvaði hins vegar Man United í að fara lengra með áhuga sinn. 9.9.2022 17:45
Kaupin á Walsh gætu markað vatnaskil í kvennafótboltans Keira Walsh varð í gær dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans í gær. Vissulega er um að ræða dropa í hafið er kemur að kaupum og sölum á leikmönnum karla megin en þó er talið að kaup Barcelona á miðjumanni Manchester City geti markað tímamót. 8.9.2022 15:16
Hefur fengið fleiri gul en hann hefur skorað af mörkum síðan hann yfirgaf England Enska úrvalsdeildarfélagið Wolverhampton Wanderers hefur samið við Diego Costa um að leika með liðinu út leiktíðina. Það vekur sérstaka athygli þar sem framherjinn geðþekki hefur nælt í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum síðan hann fór frá Chelsea árið 2017. 8.9.2022 13:31
Hrókeringar í málinu sem skekur skákheiminn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, taldi brögð vera í tafli er hann tapaði fyrir Hans Niemann á Sinquefield-ofurmótinu svokallaða á dögunum. Carlsen hætti keppni, og gaf þannig frá sér möguleikann á að vinna fúlgur fjár ásamt því að gefa til kynna að Niemann hefði unnið á óheiðarlegan hátt. Nú hefur Niemann svarað fyrir sig. 8.9.2022 13:00
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti