Rúnar Alex og Willum Þór með sína fyrstu deildarsigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2022 20:30 Rúnar Alex Rúnarsson nældi í sinn fyrsta sigur í Tyrklandi í kvöld. Twitter/@totalfl Rúnar Alex Rúnarsson stóð milli stanganna er Alanyaspor lagði Ankaragücü í tyrknesku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur liðsins síðan Rúnar Alex komst í byrjunarliðið. Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum hjá Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann 3-2 útisigur á Volendam. Rúnar Alex var að spila sinn fjórða leik í Tyrklandi í kvöld. Fyrir leik kvöldsins hafði lið hans ekki enn unnið leik. Sigurmarkið skoraði Efkan Bekiroğlu á 87. mínútu leiksins. Sigurinn þýðir að Alanyaspor er í 9. sæti tyrkensku úrvalsdeildarinnar með átta stig að loknum sex umferðum. lk yar dan foto raflar!#AlanyaAnkara pic.twitter.com/uPFaTPSX66— Corendon Alanyaspor (@Alanyaspor) September 9, 2022 Willum Þór hóf leik kvöldsins á bekknum en var sendur á vettvang þegar 20 mínútur lifðu leiks en þá var staðan jöfn 1-1. Bas Kuipers skoraði tvívegis eftir að íslenski miðjumaðurinn mætti til leiks og mark í uppbótartíma frá heimaliðinu gat ekki komið í veg fyrir sigur Go Ahead Eagles. Ernirnir eru enn í fallsæti en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Willum Þór og félagar eru sem stendur með þrjú stig í 17. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Kristian Hlynsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Jong Ajax og Oss. Lagði Kristian upp mark Jong Ajax í fyrri hálfleik. Kristian og félagar eru í 9. sæti hollensku B-deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. HT TOP Oss 0-1 #JongAjax Rasmussen Hlynsson#ossjaj pic.twitter.com/pOpNRV1oGr— AFC Ajax (@AFCAjax) September 9, 2022 Nökkvi Þeyr Þórisson þreytti frumraun sína í 2-0 tapi Beerschot gegn Lommel í belgísku B-deildinni í kvöld. Nökkvi Þeyr kom inn af bekknum þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Honum tókst ekki að hjálpa Beerschot að jafna metin og skoruðu gestirnir annað mark áður en leiknum lauk. Lommel er í 2. sæti deildarinnar með níu stig á meðan Beerschot er í 3. sæti með sjö stig. Kolbeinn Þórðarson var ekki í leikmannahóp Lommel að þessu sinni. Fótbolti Hollenski boltinn Belgíski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Rúnar Alex var að spila sinn fjórða leik í Tyrklandi í kvöld. Fyrir leik kvöldsins hafði lið hans ekki enn unnið leik. Sigurmarkið skoraði Efkan Bekiroğlu á 87. mínútu leiksins. Sigurinn þýðir að Alanyaspor er í 9. sæti tyrkensku úrvalsdeildarinnar með átta stig að loknum sex umferðum. lk yar dan foto raflar!#AlanyaAnkara pic.twitter.com/uPFaTPSX66— Corendon Alanyaspor (@Alanyaspor) September 9, 2022 Willum Þór hóf leik kvöldsins á bekknum en var sendur á vettvang þegar 20 mínútur lifðu leiks en þá var staðan jöfn 1-1. Bas Kuipers skoraði tvívegis eftir að íslenski miðjumaðurinn mætti til leiks og mark í uppbótartíma frá heimaliðinu gat ekki komið í veg fyrir sigur Go Ahead Eagles. Ernirnir eru enn í fallsæti en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Willum Þór og félagar eru sem stendur með þrjú stig í 17. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Kristian Hlynsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Jong Ajax og Oss. Lagði Kristian upp mark Jong Ajax í fyrri hálfleik. Kristian og félagar eru í 9. sæti hollensku B-deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. HT TOP Oss 0-1 #JongAjax Rasmussen Hlynsson#ossjaj pic.twitter.com/pOpNRV1oGr— AFC Ajax (@AFCAjax) September 9, 2022 Nökkvi Þeyr Þórisson þreytti frumraun sína í 2-0 tapi Beerschot gegn Lommel í belgísku B-deildinni í kvöld. Nökkvi Þeyr kom inn af bekknum þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Honum tókst ekki að hjálpa Beerschot að jafna metin og skoruðu gestirnir annað mark áður en leiknum lauk. Lommel er í 2. sæti deildarinnar með níu stig á meðan Beerschot er í 3. sæti með sjö stig. Kolbeinn Þórðarson var ekki í leikmannahóp Lommel að þessu sinni.
Fótbolti Hollenski boltinn Belgíski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira