Logi um ótrúlegan sigur ÍR: „Orka sem Haukarnir náðu ekki að brjóta“ „Við ætlum að fara í einhvern ótrúlegasta handboltaleik sem hefur verið spilaður á landinu í mörg ár,“ sagði Stefán Árni Pálsson í síðasta þætti Seinni bylgjunnar er umræðan snerist að ótrúlegum leik ÍR og Hauka í Olís deild karla í handbolta á föstudaginn var. 18.9.2022 10:00
Tristan Freyr sleit krossband í annað sinn á aðeins tveimur árum Tristan Freyr Ingólfsson, varnarmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á dögunum. Var hann að slíta krossband í annað sinn á jafn mörgum árum. 18.9.2022 09:35
Auðveldur sigur hjá Barcelona sem er komið á toppinn Barcelona mætti Elche í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag eftir tap gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Lokatölur í dag 3-0 þar sem Robert Lewandowski skoraði tvívegis. 17.9.2022 16:30
Karlarnir ekki langt frá að lenda á verðlaunapalli Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu í Lúxemborg þar sem úrslit mótsins fóru fram í dag. 17.9.2022 15:45
Svava Rós og Selma Sól skoruðu báðar í jafntefli Svava Rós Guðmundsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu báðar þegar Brann og Rosenborg gerðu 1-1 jafntefli. Sveindís Jane Jónsdóttir hóf tímabilið á bekknum hjá Wolfsburg, Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir París Saint-Germain og Anna Björk Kristjánsdóttir var í liði Inter sem vann stórsigur. 17.9.2022 15:41
ÍBV vann KA/Þór með minnsta mun KA/Þór var í heimsókn í Vestmannaeyjum og mætti ÍBV í Olís-deild kvenna. Fór það svo að heimaliðið vann með minnsta mun, lokatölur 28-27. 17.9.2022 15:20
Sjáðu markið: Andri Lucas skoraði sitt fyrsta mark í Íslendingaslag Íslendingalið Norrköping gerði 2-2 jafntefli við Kalmar í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Alls voru fimm Íslendingar í eldlínunni í leikjunum tveimur í Svíþjóð. 17.9.2022 15:00
Heimir um að fara úr Persaflóa til Jamaíka: „Það sem er bannað þar er leyfilegt hér“ Heimir Hallgrímsson var tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka í gærkvöld, föstudag. Þetta hafði legið lengi í loftinu en í gær var tilkynnt að Heimir myndi þjálfa liðið næstu fjögur árin. 17.9.2022 14:31
Ísland nældi í silfur á EM Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum endaði í öðru sæti á Evrópumótinu sem fór fram í Lúxemborg. 17.9.2022 13:50
Úlfarnir engin fyrirstaða og meistararnir komnir á toppinn Manchester City vann einkar þægilegan 3-0 sigur á Wolves í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyftir Englandsmeisturunum upp á topp deildarinnar. 17.9.2022 13:30