Kylfusveinninn Tiger gaf syninum góð ráð sem leiddu til hans besta hrings frá upphafi Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það stefnir allt í að áður en langt um líður verði nafnið Woods aftur meðal stærstu nafna golfheimsins. Charlie Woods, sonur Tiger Woods, virðist nefnilega ætla að feta í fótspor föður síns á golfvellinum. 26.9.2022 22:00
Ítalía í undanúrslit Ítalía er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar eftir 2-0 sigur á Ungverjalandi. Fyrir leik var ljóst að sigurvegari kvöldsins kæmist í undanúrslit. Jafntefli hefði dugað Ungverjum en allt kom fyrir ekki. 26.9.2022 21:31
Jafntefli niðurstaðan eftir ótrúlegan síðari hálfleik Hörmulegt gengi enska karlalandsliðsins í fótbolta virtist vera að halda áfram þegar Þýskaland var komið 2-0 yfir á Wembley í kvöld. Á meðan enska kvennalandsliðið stóð uppi sem Evrópumeistari í sumar hefur lítið gengið hjá karlaliði Englands. Lærisveinar Gareth Southgate komu hins vegar til baka og virtust vera að landa 3-2 sigri þangað til í blálokin, lokatölur 3-3 í ótrúlegum seinni hálfleik. 26.9.2022 21:00
Ármann fékk loks að fara á æfingu í Laugardalshöll: „Vonandi er þetta komið til að vera“ Fyrsta íþróttaæfingin í tvö ár fór fram í Laugardalshöll í dag eftir langvinnar framkvæmdir á húsnæðinu. Frekari vinnu er þó þörf í aðstæðum barnastarfs í Laugardal. 26.9.2022 20:00
Varnarmaður Barcelona frá keppni næstu tvo til þrjá mánuðina Úrúgvæinn Ronald Araújo, varnarmaður spænska fótboltaliðsins Barcelona, meiddist í landsleikjahléinu og þarf að fara í aðgerð. Hann verður frá næstu tvo til þrjá mánuðina og mun missa af HM. 26.9.2022 18:32
Audrey Rose Baldwin í marki Stjörnunnar á Akureyri Audrey Rose Baldwin er í marki Stjörnunnar í dag en liðið sækir Þór/KA heim í Bestu deild kvenna í fótbolta. Baldwin gekk í raðir Stjörnunnar í dag á neyðarláni þar sem meiðsli herja á markverði Stjörnunnar. 26.9.2022 17:30
Ástríkur, Steinríkur og Zlatan Ibrahimović Fertugi framherjinn Zlatan Ibrahimović stefnir á endurkomu með AC Milan í vetur þegar hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hrjá hann um þessar mundir. Þá má sjá hann á hvíta skjánum á næsta ári þar sem hann mun leika í nýjustu myndinni um Ástrík og Steinrík. 26.9.2022 07:00
Dagskráin í dag: Besta, Olís og Bestu mörkin Við hefjum vikuna með látum þar sem það eru fimm beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 26.9.2022 06:01
Flestir áhorfendur á leikjum Barcelona | Fleiri hjá Sunderland en Juventus Þó skammt sé liðið á fótboltaveturinn er alltaf skemmtilegt að kíkja á áhugaverða tölfræði. Nú hefur meðalfjöldi áhorfenda í stærstu deildum Evrópu karla megin, og víðar, verið tekinn saman. Þar kemur nokkuð margt á óvart. 25.9.2022 23:30
Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. 25.9.2022 23:01