Breiðablik Íslandsmeistari karla í fótbolta árið 2022 Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Stjarnan og Víkingur, Íslandsmeistarar síðasta árs, áttust við í Garðabæ en gestirnir voru fyrir leik kvöldsins eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná toppliðinu. Það fór svo að Stjarnan vann 2-1 sigur sem þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2022. 10.10.2022 21:06
Lazio ekki í vandræðum með Fiorentina Einn leikur fór fram í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta, í kvöld. Lazio vann öruggan 4-0 sigur á Fiorentina og heldur þar með góðu gengi sínu áfram. 10.10.2022 20:45
Viðar Örn skoraði bæði í sigri | Arnór Ingvi skoraði þegar Norrköping henti frá sér unnum leik Íslendinglið Atromitos í Grikklandi vann 2-1 sigur á Giannina í úrvalsdeildinni þar í landi þökk sé tveimur mörkum frá Viðari Erni Kjartanssyni. Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Norrköping í því sem virtist ætla að vera öruggur sigur á Mjallby, lokatölur hins vegar 2-2 þar á bæ. 10.10.2022 19:31
Mörkin of lítil í leik Ajax og Arsenal: „Aldrei upplifað annað eins“ Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, var í raun orðlaus þegar hann mætti í viðtal eftir sigurinn sem tryggði liði hans sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Mörkin á heimavelli Ajax voru nefnilega heilum 10 sentímetrum of lítil á breiddina. 29.9.2022 07:30
Eigendur Jets segja „skyldu sína“ að hjálpa fólki frá Úkraínu Annar af eigendum NFL-liðsins New York Jets hafa gefið eina milljón Bandaríkjadala [145 milljónir íslenskra króna] til góðgerðarmála tengdum Úkraínu og stríðinu þar í landi. 29.9.2022 07:01
Dagskráin í dag: Nýliðaslagur í Olís, Körfuboltakvöld, golf og Ljósleiðaradeildin Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Alls erum við með sjö beinar útsendingar á dagskrá. 29.9.2022 06:00
Gunnar um uppganginn Færeyja: „Margir að toppa á sama tíma“ Færeyska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Tyrklandi á sunnudag en um er að ræða stærsta sigur liðsins síðan gegn Grikklandi fyrir sjö árum síðan. Gunnar Nielsen, markvörður FH í Bestu deild karla, segir aðstæður gera það að verkum að stærð sigur sunnudagsins virðist ekki eins mikil. 28.9.2022 23:31
Grétar Rafn orðaður við PSV Grétar Rafn Steinsson er orðaður við starf tæknilegs ráðgjafa hjá PSV sem leikur í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Grétar Rafn starfar í dag fyrir Tottenham Hotspur á Englandi. 28.9.2022 22:00
Íslendingaliðin máttu þola tap í Meistaradeild Evrópu Íslandendingaliðin Magdeburg og Álaborg töpuðu bæði sínum leikjum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28.9.2022 21:45
Keflavík vann stórsigur | Fjölnir lagði ÍR Keflavík vann Breiðablik með 30 stiga mun í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 58-88 í Smáranum. Fjölnir lagði ÍR í Breiðholti, lokatölur 50-58. 28.9.2022 21:31