Sara Björk kom Juventus á bragðið með frábærum skalla Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Juventus í 2-0 sigri liðsins á HB Köge í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 28.9.2022 20:30
Mark Dagnýjar dugði ekki gegn Englandsmeisturunum Dagný Brynjarsdóttir bar að venju fyrirliðabandið þegar West Ham United heimsótti Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dagný kom West Ham óvænt yfir en heimakonur svöruðu með þremur mörkum og unnu á endanum 3-1 sigur. 28.9.2022 20:01
Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28.9.2022 19:01
Veszprém sneri taflinu við í síðari hálfleik Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém unnu Dinamo Búkarest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 33-30. 28.9.2022 18:31
Guðrún í riðlakeppnina eftir sigur á Svövu Rós Guðrún Arnarsdóttir og stöllur hennar í sænska úrvalsdeildarliðinu Rosengård eru komnar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir sigur á norska liðinu Brann þar sem Svava Rós Guðmundsdóttir leikur. 28.9.2022 18:00
Cantona stakk upp á því að verða forseti fótboltamála hjá Manchester United Goðsögnin Eric Cantona var óvænt í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic. Cantona, sem er engum líkur, fór um víðan völl í viðtalinu sem tekið var í Casablanca, Marokkó. Þar kemur Cantona meðal annars inn á það þegar hann hitti forráðamenn Manchester United og stakk upp á því að hann yrði „forseti fótboltamála“ hjá félaginu. 27.9.2022 07:02
Dagskráin í dag: Ljósleiðaradeildin í CS:GO Það er heildur róleg dagskrá hjá okkur í dag en það er þó ein bein útsending framundan. Ljósleiðaradeildin í Counter-Strike:Global Offensive er á sínum stað. 27.9.2022 06:01
Handkastið um Stjörnuna: „Þeirra bestu leikmenn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona“ „Á meðan tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, eins og er endalaust verið að tala um, eru með fretið upp á bak - Hergeir [Grímsson] og Tandri Már [Konráðsson] - þá fer þetta svona hjá Stjörnunni,“ sagði Styrmir „Snickers“ Sigurðsson í síðast þætti af Handkastinu þar sem farið var yfir óvæntan sigur Gróttu á Stjörnunni í Olís deild karla í handbolta. 26.9.2022 23:31
Southgate eftir að enda á botni riðilsins: „Hafa vaxið sem lið“ England gerði 3-3 jafntefli í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Eftir að lenda 2-0 undir kom England til baka og skoraði óvænt þrjú mörk en fram að þessu hafði liðið aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, segir enska liðið hafa vaxið. 26.9.2022 23:00
„Er bara að leika mér til að gera fólk á internetinu brjálað“ Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, skartaði vægast sagt áhugaverðri hárgreiðslu þegar leikmenn liðsins ræddu við fjölmiðla fyrir komandi tímabil. 26.9.2022 22:31