Gunnar um uppganginn Færeyja: „Margir að toppa á sama tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 23:31 Hinn 35 ára gamli Gunnar á að baki 68 A-landsleiki fyrir Færeyjar. Nils Petter Nilsson/Getty Images Færeyska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Tyrklandi á sunnudag en um er að ræða stærsta sigur liðsins síðan gegn Grikklandi fyrir sjö árum síðan. Gunnar Nielsen, markvörður FH í Bestu deild karla, segir aðstæður gera það að verkum að stærð sigur sunnudagsins virðist ekki eins mikil. „Það var svolítið vont veður í Færeyjum, mikill vindur og allt það. Þetta var sunnudagskvöld og fólk að fara vinna á mánudegi. Við fögnuðum auðvitað saman leikmennirnir og allt það en síðast þegar við unnum svona risaleik, Grikkland heima 2015. Þá var það á laugardagskvöldi og allir út að djamma eftir leikinn,“ sagði Gunnar í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Ég veit það ekki. Það er alltaf erfitt að segja til en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur. Ef maður á að meta svona þá fer allur pakkinn í þetta, stemningin og allt það. Það vantaði fólk að fagna niðri í bæ, þetta var ekki alveg þannig. Því var Grikklandssigurinn; spilað á laugardegi, uppselt, geggjað veður og allt það. Allur dagurinn og nóttin var ótrúleg upplifun. Erfitt að bera saman en þetta er einn af þeim stóru,“ sagði Gunnar aðspurður hvort þetta hefði verið stærsti sigur Færeyja til þessa. Gunnar var spurður út í uppgang færeyska liðsins en liðið hefur nú spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Hallur verður frá næstu 9 til 12 mánuðina.Vísir/Hulda Margrét „Ekki spurning. Við erum líka komnir með fleiri betri leikmenn. Höfum verið án nokkurra lykilleikmanna í síðustu leikjum. Fyrirliðinn, Hallur Hansson í KR, er því miður meiddur mjög alvarlega og var ekki með. Brandur Olsen [Hendriksson] sem var í FH, geggjaður leikmaður, var ekki með.“ „Það voru nokkrir sem voru ekki með en við erum samt komnir með fleiri leikmenn og allir þekkja okkar concept. Eins og staðan er núna þá erum við með marga góða leikmenn sem geta spilað fyrir landsliðið. Þetta er samt sveiflukennt, með lítið land og svo koma nokkur ár þar sem margir toppa á sama tíma en svo getur þetta dottið niður. Nú eru margir að toppa á sama tíma,“ sagði markvörðurinn jafnframt. Hverju þakkar Gunnar þennan uppgang? „Það er alltaf svolítið erfitt að segja til um það. Það er kominn meiri peningur í færeyska boltann, það hjálpar alltaf. Leikmenn sem fóru kannski út að spila í gamla daga koma nú heim aðeins fyrr og í staðinn fyrir að fara út þá eru menn heima því þeir geta borgað betri laun í Færeyjum núna. Svo eru góðir útlendingar að koma sem styrkja deildina.“ „Þú nefndir KÍ [Klaksvík] sem er búið að standa sig vel undanfarin ár. Það hjálpar alltaf þegar eitt lið stendur sig mjög vel því þá vilja öll hin liðin elta það lið. Það hefur jákvæð áhrif á alla deildina. Ég held það séu margir hlutir sem fara í þetta en þetta eru helstu hlutirnir fyrir góðu gengi Færeyja,“ sagði Gunnar að endingu. Klippa: Gunnar Nielsen um sigur Færeyja á Tyrklandi Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar FH Færeyski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
„Það var svolítið vont veður í Færeyjum, mikill vindur og allt það. Þetta var sunnudagskvöld og fólk að fara vinna á mánudegi. Við fögnuðum auðvitað saman leikmennirnir og allt það en síðast þegar við unnum svona risaleik, Grikkland heima 2015. Þá var það á laugardagskvöldi og allir út að djamma eftir leikinn,“ sagði Gunnar í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Ég veit það ekki. Það er alltaf erfitt að segja til en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur. Ef maður á að meta svona þá fer allur pakkinn í þetta, stemningin og allt það. Það vantaði fólk að fagna niðri í bæ, þetta var ekki alveg þannig. Því var Grikklandssigurinn; spilað á laugardegi, uppselt, geggjað veður og allt það. Allur dagurinn og nóttin var ótrúleg upplifun. Erfitt að bera saman en þetta er einn af þeim stóru,“ sagði Gunnar aðspurður hvort þetta hefði verið stærsti sigur Færeyja til þessa. Gunnar var spurður út í uppgang færeyska liðsins en liðið hefur nú spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Hallur verður frá næstu 9 til 12 mánuðina.Vísir/Hulda Margrét „Ekki spurning. Við erum líka komnir með fleiri betri leikmenn. Höfum verið án nokkurra lykilleikmanna í síðustu leikjum. Fyrirliðinn, Hallur Hansson í KR, er því miður meiddur mjög alvarlega og var ekki með. Brandur Olsen [Hendriksson] sem var í FH, geggjaður leikmaður, var ekki með.“ „Það voru nokkrir sem voru ekki með en við erum samt komnir með fleiri leikmenn og allir þekkja okkar concept. Eins og staðan er núna þá erum við með marga góða leikmenn sem geta spilað fyrir landsliðið. Þetta er samt sveiflukennt, með lítið land og svo koma nokkur ár þar sem margir toppa á sama tíma en svo getur þetta dottið niður. Nú eru margir að toppa á sama tíma,“ sagði markvörðurinn jafnframt. Hverju þakkar Gunnar þennan uppgang? „Það er alltaf svolítið erfitt að segja til um það. Það er kominn meiri peningur í færeyska boltann, það hjálpar alltaf. Leikmenn sem fóru kannski út að spila í gamla daga koma nú heim aðeins fyrr og í staðinn fyrir að fara út þá eru menn heima því þeir geta borgað betri laun í Færeyjum núna. Svo eru góðir útlendingar að koma sem styrkja deildina.“ „Þú nefndir KÍ [Klaksvík] sem er búið að standa sig vel undanfarin ár. Það hjálpar alltaf þegar eitt lið stendur sig mjög vel því þá vilja öll hin liðin elta það lið. Það hefur jákvæð áhrif á alla deildina. Ég held það séu margir hlutir sem fara í þetta en þetta eru helstu hlutirnir fyrir góðu gengi Færeyja,“ sagði Gunnar að endingu. Klippa: Gunnar Nielsen um sigur Færeyja á Tyrklandi
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar FH Færeyski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira