Albert og félagar halda í við toppliðin Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í 2-1 útisigri á Cosenza í Serie B, næstefstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn lyftir Genoa upp í fimmta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Ternana. 15.10.2022 14:15
Dagný skoraði í dramatískum sigri Hamranna | Wolfsburg áfram á sigurbraut Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham United, skoraði fyrra mark liðs síns í naumum 2-1 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir lék stundarfjórðung í sigri Wolfsburg sem jók forystu sína á toppi deildarinnar. 15.10.2022 13:40
Sigurvegarinn í Boston maraþoninu 2021 féll á lyfjaprófi Diana Kipyokei frá Kenía kom sá og sigraði í Boston maraþoninu á síðasta ári. Hún hefur nú verið dæmd í keppnisbann eftir að falla á lyfjaprófi. Sömu sögu er að segja af Betty Wilson Lempus, einnig frá Kenía. 15.10.2022 13:00
Spilað með brotinn úlnlið síðan í ágúst José Sá, markvörður Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið að spila með brotið bein í úlnlið síðan um miðjan ágústmánuð. 15.10.2022 12:15
Greenwood handtekinn fyrir að rjúfa skilorð Mason Greenwood, leikmaður Manhester United hefur verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Greenwood var handtekinn í janúar en var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hefur verið á skilorði síðan en braut það nýverið og var því handtekinn á nýjan leik. 15.10.2022 11:35
Körfuboltakvöld: Áttu vart orð yfir lokasókn Grindavíkur þegar tólf sekúndur voru til leiksloka Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók lokasókn Grindavíkur í eins stigs tapi gegn Val í Subway deild karla alfarið á sig í viðtali eftir leik. Farið var yfir sóknina í Körfuboltakvöldi. 15.10.2022 11:16
Hópurinn klár fyrir landsleik dagsins Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Eistlandi í öðrum leik strákanna okkar í undankeppni EM 2024. Liðin mætast í Tallinn, höfuðborg Eistlands, í dag og hefst leikurinn 16:10. Verður hann í beinni textalýsingu á Vísi. 15.10.2022 10:35
Utan vallar: Hvað er í gangi hjá KR? Sumarið hjá meistaraflokkum KR í knattspyrnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Mikið gekk á hjá kvennaliði félagsins sem endaði í neðsta sæti Bestu deildar og leikur því í Lengjudeildinni að ári. Hjá körlunum hefur einnig mikið gengið á en liðið getur þó endað í fjórða sæti þrátt fyrir að lykilmenn hafi misst mikið úr vegna meiðsla. Framkoma félagsins í garð Kjartans Henry Finnbogasonar hefur hins vegar vakið upp hörð viðbrögð. 15.10.2022 10:00
Blikar munu reyna verja titilinn í búningum frá Nike Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert fjögurra ára samning við íþróttavörurisann Nike. Það þýðir að lið Breiðabliks í Bestu deild karla mun klæðast búningum frá Nike þegar liðið hefur titilvörn sína vorið 2023. 15.10.2022 09:30
Kanté missir að öllum líkindum af HM Það virðast litlar sem engar líkur á því að N‘Golo Kanté geta hjálpað Frakklandi að verja heimsmeistaratitil sinn í knattspyrnu þegar HM fer fram í Katar undir lok þessa árs. Talið er að miðjumaðurinn öflugi verði frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla aftan í læri. 15.10.2022 08:01