Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. 15.10.2022 07:01
Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar Breiðabliks, nágrannaslagur á Ítalíu, Olís deild kvenna, golf og Ljósleiðaradeildin Alls eru 14 beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. 15.10.2022 06:01
Jörundur Áki ráðinn sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Jörund Áka Sveinsson sem sviðsstjóra knattspyrnusviðs. Þetta var staðfest á vefsíðu KSÍ fyrr í kvöld. 14.10.2022 22:40
Díana Dögg næstmarkahæst þegar Zwickau fór áfram í bikarnum Þýska handknattleiksfélagið Sachsen Zwickau vann tveggja marka útisigur á Göppingen í bikarkeppninni þar í landi í kvöld. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sex mörk í liði Zwickau og spilaði stóran þátt í að liðið komst áfram. 14.10.2022 22:00
Toney sá um Brighton Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brentford vann 2-0 sigur á Brighton & Hove Albion þökk sé tveimur mörkum frá Ivan Toney. Sigurinn var merkilegur fyrir þær sakir að Brentford, heimalið kvöldsins, var aðeins 27 prósent með boltann. 14.10.2022 21:16
Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14.10.2022 20:46
Styrmir Snær mættur aftur í uppeldisfélagið Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Þór Þorlákshöfn. Var hann á skýrslu þegar liðið tapaði fyrir Haukum í Ólafssal í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. 14.10.2022 19:30
Hamrén hafði betur gegn Frey Erik Hamrén hafði betur gegn Frey Alexanderssyni er lið þeirra, Álaborg og Lyngby, mættust í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Álaborg vann 2-0 sigur sem þýðir að liðið er nú níu stigum á undan Lyngby sem situr á botni deildarinnar. 14.10.2022 19:06
Seinni bylgjan: Uppi varð fótur og fit á dómaraborðinu Mikil rekistefna varð í leik Hauka og Selfoss í Olís deild kvenna á dögunum. Farið var yfir atvikið í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. 14.10.2022 18:31
Stefnir allt í að Rosengård verji titilinn Guðrún Arnarsdóttir lék allan leikinn í 1-0 sigri Rosengård á Eskilstuna United í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Rosengård er hársbreidd frá að verja titil sinn en Íslendingalið Kristianstad heldur í vonina um að Guðrún og stöllur hennar renni á bananahýði áður en tímabilinu lýkur. 14.10.2022 18:00