Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Er með tvo af eig­endum liðsins í leik­manna­hópnum

Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur.

Ton­ey sá um Brig­hton

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brentford vann 2-0 sigur á Brighton & Hove Albion þökk sé tveimur mörkum frá Ivan Toney. Sigurinn var merkilegur fyrir þær sakir að Brentford, heimalið kvöldsins, var aðeins 27 prósent með boltann.

Styrmir Snær mættur aftur í upp­eldis­fé­lagið

Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Þór Þorlákshöfn. Var hann á skýrslu þegar liðið tapaði fyrir Haukum í Ólafssal í Subway deild karla í körfubolta í kvöld.

Hamrén hafði betur gegn Frey

Erik Hamrén hafði betur gegn Frey Alexanderssyni er lið þeirra, Álaborg og Lyngby, mættust í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Álaborg vann 2-0 sigur sem þýðir að liðið er nú níu stigum á undan Lyngby sem situr á botni deildarinnar.

Stefnir allt í að Rosengård verji titilinn

Guðrún Arnarsdóttir lék allan leikinn í 1-0 sigri Rosengård á Eskilstuna United í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Rosengård er hársbreidd frá að verja titil sinn en Íslendingalið Kristianstad heldur í vonina um að Guðrún og stöllur hennar renni á bananahýði áður en tímabilinu lýkur.

Sjá meira