Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5.11.2022 07:00
Dagskráin í dag: Lokaumferðin í Svíþjóð, FA bikarinn fer af stað, NBA, Serie A og golf Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. 5.11.2022 06:00
„Passa sig á að sofna ekki á verðinum“ „Ótrúlega gott að fá svona marga leiki svo við getum spilað okkur saman. Bætt okkur í okkar veikleikum og því sem er gott,“ sagði landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir um verkefni íslenska kvennalandsliðsins en eftir tvo leiki í Færeyjum um síðustu helgi þá mætir liðið Ísrael hér heima í undankeppni HM 2023 bæði á laugardag og sunnudag. 4.11.2022 23:30
Körfuboltakvöld: „Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur“ „Þetta hefur í rauninni aldrei gerst. Að landsliðskona, einn af bestu leikmönnum deildarinnar, ákveði að hoppa yfir í annað lið á miðju tímabili,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds um ein óvæntustu félagaskipti síðari ára hér á landi. 4.11.2022 22:30
Einar Karl hefur rift samningi sínum við Stjörnuna Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson hefur rift samningi sínum við lið Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta. Einar Karl nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum sem átti að renna út eftir tímabilið 2023. 4.11.2022 20:30
Harden frá í mánuð hið minnsta James Harden meiddist á hægri fæti í tapi Philadelphia 76ers gegn Washington Wizards í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Hann verður frá í mánuð hið minnsta vegna meiðslanna. 4.11.2022 18:01
„Framtíð Lakers eftir LeBron er ekki fögur sjón“ Nei eða já í Lögmál leiksins er fastur liður á Stöð 2 Sport 2 þegar NBA tímabilið er í gangi. Þessi stórskemmtilegi liður var á sínum stað í þættinum sem sýndur var í gærkvöld. Þar var yfir stöðu mála hjá Los Angeles Lakers, Steve Nash vs. Doc Rivers, stöðuna hjá Miami Heat og skipti Donovan Mitchell frá Utah Jazz til Cleveland Cavaliers. 1.11.2022 07:00
Dagskráin í dag: Kemur í ljós hvaða lið fara í sextán liða úrslit og Valur á Benidorm Það er æsispennandi dagur á rásum Stöðvar 2 Sport þar sem í ljós kemur hvaða lið komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Íslandsmeistarar Vals eru á Benidorm þar sem þeir mæta heimamönnum í Evrópudeildinni í handbolta. 1.11.2022 06:00
„Ef þeir ætla að vinna þá held ég að þeir þurfi að gera það“ Að venju voru fastir liðir á sínum stað er Körfuboltakvöld fór yfir síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Í Framlengingunni að þessu sinni var farið yfir hvort Valur þyrfti og ætti að fá sér Kana, hvort það væri komin pressa á Króknum 31.10.2022 23:30
Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31.10.2022 23:01