Óðinn Þór og Oddur með stórleiki Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen vann Bern í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Oddi Gretarssyni í þýsku B-deildinni. 5.11.2022 21:15
Sverrir Ingi á skotskónum Sverri Ingi Ingason skoraði annað mark PAOK í 2-0 sigri á Giannina í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta. 5.11.2022 21:00
Leicester upp úr fallsæti með sigri í Bítlaborginni Leicester City vann 2-0 útisigur á Everton í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn lyfti Leicester upp úr fallsæti. 5.11.2022 20:15
Haukar í basli eftir tap á Kýpur Handknattleikslið Hauka tapaði með fjögurra marka mun fyrir Anorthosis frá Kýpur í 2. umferð EHF Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag, lokatölur 26-22 heimamönnum í vil. Liðin mætast aftur í Kýpur á morgun og þurfa Haukar að vinna með fimma marka mun til að komast áfram. 5.11.2022 20:00
Jón Daði skoraði sárabótamark þegar Bolton féll úr leik Bolton Wanderers er fallið úr FA bikarnum eftir 2-1 tap fyrir Barnsley á heimavelli. Jón Daði Böðvarsson skoraði mark Bolton í leiknum. 5.11.2022 19:31
Aron átti góðan leik í enn sinum sigri Álaborgar | Elvar klikkaði ekki á skoti Aron Pálmarsson var á sínum stað þegar Álaborg vann fimm marka sigur á Mors-Thy í danska handboltanum, 31-26. Þá vann Íslendingalið Ribe-Esbjerg góðan sigur. 5.11.2022 19:00
Sjáðu þegar Svava Rós lagði upp tvö þegar Brann varð bikarmeistari Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk þegar Brann varð norskur bikarmeistari í fótbolta með 3-1 sigri á Stabæk. Stutt er síðan liðið tryggði sér norska meistaratitilinn og fullkomnaði liðið frábært tímabil með sigri í dag. 5.11.2022 18:31
Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5.11.2022 18:00
Klopp um HM í Katar: „Öllum er sama um leikmennina“ Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, segir það gjörsamlega galið að HM í Katar hefjist aðeins viku eftir að enska úrvalsdeildin fer í frí. 5.11.2022 09:00
„Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits“ „Já eiginlega, fyrir mér var það aldrei spurning,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, aðspurð hvort hún hafi alltaf séð það fyrir sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Hún segir sig þó hafa skort fyrirmyndir þegar hún var að alast upp. 5.11.2022 08:00