Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Óðinn Þór og Oddur með stórleiki

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen vann Bern í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Oddi Gretarssyni í þýsku B-deildinni.

Sverrir Ingi á skotskónum

Sverri Ingi Ingason skoraði annað mark PAOK í 2-0 sigri á Giannina í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Haukar í basli eftir tap á Kýpur

Handknattleikslið Hauka tapaði með fjögurra marka mun fyrir Anorthosis frá Kýpur í 2. umferð EHF Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag, lokatölur 26-22 heimamönnum í vil. Liðin mætast aftur í Kýpur á morgun og þurfa Haukar að vinna með fimma marka mun til að komast áfram.

Sjáðu þegar Svava Rós lagði upp tvö þegar Brann varð bikar­meistari

Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk þegar Brann varð norskur bikarmeistari í fótbolta með 3-1 sigri á Stabæk. Stutt er síðan liðið tryggði sér norska meistaratitilinn og fullkomnaði liðið frábært tímabil með sigri í dag.

Mögnuðu endur­koma Leeds | For­est jafnaði í blá­lokin

Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli.

Sjá meira