Albert nældi sér í gult þegar Genoa tapaði mikilvægum leik í toppbaráttunni Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem sótti Reggina heim í toppbaráttu B-deildar ítalskrar knattspyrnu í kvöld. Reggina fór með sigur af hólmi og stökk þar með upp fyrir Genoa í töflunni. 7.11.2022 22:45
Heimir snýr „heim“ í Kaplakrika Talið er að Heimir Guðjónsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari FH í Bestu deild karla í fótbolta á morgun. Heimir stýrði FH lengi vel og var liðið einkar sigursælt undir hans stjórn. 7.11.2022 22:25
Meistararnir töpuðu óvænt grannaslagnum við Rayo Vallecano Real Madríd tapaði óvænt fyrir Rayo Vallecano í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Lokatölur á Campo de Futbol de Vallecas, heimavelli Vallecano, voru 3-2 heimamönnum í vil. 7.11.2022 22:00
Frakkland, Holland og Svartfjallaland með fullt hús stiga Öllum fjórum leikjum dagsins á EM kvenna í handbolta er nú lokið. Frakkland, Holland og Svartfjallaland eru öll með tvo sigra að loknum tveimur leikjum. Þá er Pólland komið á blað eftir nauman sigur á Spáni. 7.11.2022 21:30
Stjórnarmenn NBA taka í sama streng og Lögmál leiksins: Dagar Kyrie gætu verið taldir Eins og kmur fram í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins þá gætu dagar Kyrie Irving verið taldir í NBA deildinni í körfubolta. Hans eigið félag, Brooklyn Nets, dæmdi hann í fimm leikja bann eftir að hann neitaði að biðjast afsökunar vegna gyðingahaturs. Forráðamenn deildarinnar taka margir hverjir undir með sérfræðingum Lögmál leiksins þegar kemur að framtíð Kyrie. 7.11.2022 20:15
Hasenhüttl sá fimmti sem fær sparkið í ensku úrvalsdeildinni Fjórðungur liða ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hefur rekið þjálfara sinn það sem af er tímabili. Ralph Hasenhüttl var sá síðasti sem fékk sparkið en Southampton ákvað að láta Austurríkismanninn fara eftir 4-1 tap gegn Newcastle United um helgina. 7.11.2022 19:36
Brasilíski hópurinn fyrir HM klár: Enginn Firmino á meðan Antony fagnaði gríðarlega Landsliðshópur Brasilíu fyrir HM í fótbolta hefur verið tilkynntur. Athygli vekur að Roberto Firmino, sóknarmaður Liverpool, er ekki í hópnum. HM í Katar hefst þann 20. nóvember næstkomandi og lýkur þann 18. desember. 7.11.2022 18:01
Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. 7.11.2022 17:30
Willum Þór og Hákon Arnar á skotskónum Willum Þór Willumsson reyndist hetja Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann tryggði liðinu stig með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Í Danmörku heldur slæmt gengi Lyngby áfram en liðið tapaði 3-0 fyrir Danmerkurmeisturum FCK á útivelli í dag. Hákon Arnar Haraldsson skoraði annað mark FCK í dag. 6.11.2022 17:01
Newcastle fór létt með Southampton Newcastle United vann öruggan 4-1 útisigur á Southampton og heldur áfram að láta sig dreyma um sæti í Meistaradeild Evrópu. Þá kom Crystal Palace til baka gegn West Ham United. 6.11.2022 16:45