Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heimir snýr „heim“ í Kaplakrika

Talið er að Heimir Guðjónsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari FH í Bestu deild karla í fótbolta á morgun. Heimir stýrði FH lengi vel og var liðið einkar sigursælt undir hans stjórn.

Stjórnar­menn NBA taka í sama streng og Lög­mál leiksins: Dagar Kyri­e gætu verið taldir

Eins og kmur fram í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins þá gætu dagar Kyrie Irving verið taldir í NBA deildinni í körfubolta. Hans eigið félag, Brooklyn Nets, dæmdi hann í fimm leikja bann eftir að hann neitaði að biðjast afsökunar vegna gyðingahaturs. Forráðamenn deildarinnar taka margir hverjir undir með sérfræðingum Lögmál leiksins þegar kemur að framtíð Kyrie.

Hasenhüttl sá fimmti sem fær sparkið í ensku úr­vals­deildinni

Fjórðungur liða ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hefur rekið þjálfara sinn það sem af er tímabili. Ralph Hasenhüttl var sá síðasti sem fékk sparkið en Southampton ákvað að láta Austurríkismanninn fara eftir 4-1 tap gegn Newcastle United um helgina.

Willum Þór og Hákon Arnar á skotskónum

Willum Þór Willumsson reyndist hetja Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann tryggði liðinu stig með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Í Danmörku heldur slæmt gengi Lyngby áfram en liðið tapaði 3-0 fyrir Danmerkurmeisturum FCK á útivelli í dag. Hákon Arnar Haraldsson skoraði annað mark FCK í dag.

Newcastle fór létt með Southampton

Newcastle United vann öruggan 4-1 útisigur á Southampton og heldur áfram að láta sig dreyma um sæti í Meistaradeild Evrópu. Þá kom Crystal Palace til baka gegn West Ham United.

Sjá meira