Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lög­mál leiksins: „Ég er ekki að setja hann í efstu hillu“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Hörður Unnsteinsson og Máté Dalmay, þjálfari Hauka í Subway deild karla.

Ný­liðar FH til­kynna tvo nýja leik­menn

FH leikur í Bestu deild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð og hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök. Í dag tilkynnti liðið að tveir ungir og efnilegir leikmenn hefðu samið við FH.

„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki á­hyggjur af fram­haldinu“

Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94.

Bale bjargaði stigi fyrir Wales

Wales lék í kvöld sinn fyrsta leik á HM í fótbolta frá árinu 1958. Það var vel við hæfi að Gareth Bale, einn besti íþróttamaður í sögu landsins, hafi tryggt þeim stig en Wales gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin.

Yngvi mun ekki klára tíma­bilið í Kópavogi

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Yngvi Gunnlaugsson mun ekki klára tímabilið sem þjálfari meistaraflokks kvenna sem leikur í Subway deild kvenna. Jeremy Smith, leikmaður karlaliðs Breiðabliks, mun stýra liðinu út tímabilið.

Fagnaði fyrir Fin­lay

Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy].

Sjá meira