Lögmál leiksins: „Ég er ekki að setja hann í efstu hillu“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Hörður Unnsteinsson og Máté Dalmay, þjálfari Hauka í Subway deild karla. 22.11.2022 07:00
Dagskráin í dag: STÓRLEIKUR á Hlíðarenda og Körfuboltakvöld Spennið beltin af því strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar hjá Val mæta Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Allt í beinni á Stöð 2 Sport. 22.11.2022 06:00
„Okkar starf í vikunni sem var að líða var að einbeita okkur að fótbolta“ Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var eðlilega kampakátur með 6-2 sigur sinna manna á Íran þegar þau hófu leik á HM sem fram fer í Katar. Southgate var þó ósáttur með varnarleik sinna manna og sagði að hann yrði að vera betri það sem eftir lifir móts. 21.11.2022 23:31
Nýliðar FH tilkynna tvo nýja leikmenn FH leikur í Bestu deild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð og hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök. Í dag tilkynnti liðið að tveir ungir og efnilegir leikmenn hefðu samið við FH. 21.11.2022 22:01
„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. 21.11.2022 21:30
Bale bjargaði stigi fyrir Wales Wales lék í kvöld sinn fyrsta leik á HM í fótbolta frá árinu 1958. Það var vel við hæfi að Gareth Bale, einn besti íþróttamaður í sögu landsins, hafi tryggt þeim stig en Wales gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin. 21.11.2022 21:15
Yngvi mun ekki klára tímabilið í Kópavogi Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Yngvi Gunnlaugsson mun ekki klára tímabilið sem þjálfari meistaraflokks kvenna sem leikur í Subway deild kvenna. Jeremy Smith, leikmaður karlaliðs Breiðabliks, mun stýra liðinu út tímabilið. 21.11.2022 20:47
Björn Kristjánsson spilar ekki meira með KR á leiktíðinni Björn Kristjánsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir KR í Subway deild karla í körfubolta í bili. Hann var heiðraður með blómvendi fyrir leik liðsins gegn Val í gærkvöld en hann glímir við veikindi sem halda honum nú frá keppni. 21.11.2022 20:01
Fagnaði fyrir Finlay Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. 21.11.2022 19:15
Tárvot Vanda: „Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vona að samtal KSÍ og Knattspyrnusambands Sádi-Arabíu geti hjálpað kvennaknattspyrnu þar í landi. „Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim.“ 21.11.2022 18:35