„Þegar þú ert með besta liðið ertu yfirleitt með bestu vörnina“ Að venju var liðurinn Stóru spurningarnar á sínum stað í Lokasókninni en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NFL deildinni. Að þessu sinni voru þeir Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson með Andra Ólafssyni, þáttastjórnanda. 21.12.2022 23:30
Sara Rún öflug í sigri Faenza Faenza vann sex stiga sigur á Lucca í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir lét að sér kveða í liði Faenza. 21.12.2022 23:01
Viktor Gísli sneri aftur í mark Nantes Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sneri aftur í lið Nantes í kvöld þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn stórliði París Saint-Germain, lokatölur 33-32 PSG í vil. 21.12.2022 22:45
Karólína Lea sneri aftur | Guðrún fékk á sig sex mörk í Katalóníu Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Rosengård þegar liðið tapaði 6-0 fyrir stórliði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Athygli vakti að enginn Íslendingur var í byrjunarliði Bayern München í 2-0 sigri á Benfica en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum undir lok leiks. 21.12.2022 22:15
Jóhann Berg spilaði allan leikinn á Old Trafford en Man United fór nokkuð þægilega áfram Manchester United lagði Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley í enska deildarbikarnum í kvöld. Lokatölur á Old Trafford 2-0 heimamönnum í vil. 21.12.2022 21:55
Elvar Már frábær og Rytas í umspil í Meistaradeildinni Rytas Vilníus, lið landsliðsmannsins Elvars Más Friðrikssonar, komst í kvöld í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í körfubolta. Elvar Már átti frábæran leik. 21.12.2022 21:30
Íslendinglið Ribe-Esbjerg áfram en Álaborg úr leik Ribe-Esbjerg er komið í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í handbolta á meðan Aron Pálmarsson og félagar í Álaborg eru úr leik. 21.12.2022 21:15
Íslensku tvíeykin allt í öllu þegar Gummersbach og Magdeburg komust í átta liða úrslit Íslendingaliðin Gummersbach og Magdeburg tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Eyjamennirnir í liði Gummersbach áttu frábæran leik í kvöld á meðan íslenska tvíeykið í liði Magdeburg var að venju öflugt. 21.12.2022 20:31
Sara Björk hvergi sjáanleg þegar Juventus féll úr leik | Arsenal skoraði níu Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leikmannahóp Juventus þegar liðið gerði markalaust jafntefli við hennar fyrrum lið Lyon. Jafnteflið þýðir að Juventus er úr leik í Meistaradeild Evrópu. 21.12.2022 20:05
Stórkostlegur Sigvaldi Björn í enn einum sigri Kolstad Sigvaldi Björn Guðjónsson kom, sá og sigraði þegar Kolstad vann níu marka sigur á Haslum í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 40-31 og Kolstad enn með fullt hús stiga. 21.12.2022 19:45