Sjáðu markið: Richarlison skoraði flottasta markið í Katar Síðara mark framherjans Richarlison í 2-0 sigri Brasilíu á Serbíu í fyrsta leik liðanna á HM í Katar hefur verið valið flottasta mark mótsins. Richarlison átti tvo af tíu flottustu mörkum mótsins. 25.12.2022 14:01
Með ör fyrir lífstíð eftir að fá glas í andlitið á leik Man City og Liverpool Unglingsstúlka hlaut höfuðáverka og ör fyrir lífstíð þegar plastglas fullt af smápeningum skall á andliti hennar á meðan Manchester City og Liverpool áttust við í enska deildarbikarnum. 25.12.2022 08:00
Er einhver eftir í Keflavík? Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð. 25.12.2022 07:00
Dagskráin í dag: Hamingjan er hér og Dončić mætir LeBron Hamingjan er hér eru nýir heimildaþættir frá Stöð 2 Sport um sögu körfuboltaliðs Þórs Þorlákshafnar. Fyrri þátturinn af tveimur er á dagskrá í kvöld. Þá sýnum við beint frá stórleik í NBA deildinni í körfubolta. 25.12.2022 06:01
Landsliðsþjálfarinn segist ekki vera á móti gagnrýni ef hún er byggð á þekkingu Það hefur ekki verið nein lognmolla í kringum íslenska karlalandsliðið í fótbolta síðan Arnar Þór Viðarsson tók við því árið 2020. Ásamt vandamálum utan vallar þá hefur liðið legið undir gagnrýni fyrir spilamennsku sína. 24.12.2022 23:00
Örvfættir miðverðir eftirsóttir Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna. 24.12.2022 22:01
Ranieri ekki dauður úr öllum æðum Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Claudio Ranieri hefur tekið að sér sitt 23. þjálfarastarf á ferlinum. Hann var á Þorláksmessu ráðinn þjálfari Cagliari sem spilar í Serie B á Ítalíu. 24.12.2022 21:01
„Lífið breyttist á skotstundu“ „Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. 24.12.2022 20:01
Tíu leikmenn sem hækkuðu verulega í verði á HM Það eru alltaf nokkrir leikmenn sem koma skemmtilega á óvart á stórmótum í fótbolta. Þá eru að sama skapi nokkrir leikmenn sem eru eftirsóttir en spila það vel að þeir hækka verulega í verði. Hér að neðan má sjá hvaða tíu leikmenn hækkuðu hvað mest í verði á HM í Katar sem lauk þann 18. desember síðastliðinn með því að Lionel Messi varð loks heimsmeistari. 24.12.2022 18:00
Segir að De Bruyne spili betur þegar reiður sé Pep Guardiola, þjálfari Kevin De Bruyne hjá Manchester City, segir að Belginn spili hvað best þegar hann sé pirraður. De Bruyne mætti fúllyndur heim frá Katar eftir að Belgía féll úr leik í riðlakeppni HM en miðjumaðurinn sýndi sínar bestu hliðar í sigri á Liverpool í deildarbikarnum í liðinni viku. 24.12.2022 17:00