„Lífið breyttist á skotstundu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 20:01 Mary Earps fagnaði Evrópumeistaratitlinum að hætti hússins. Sarah Stier/Getty Images „Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. Hin 29 ára gamla Earps er að eiga sitt besta tímabil til þessa með Man United en hún var hreint út sagt frábær þegar England tryggði sér sigur á Evrópumótinu í fótbolta síðasta sumar. Hún var í 48. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í heimi. "It's been an incredible 24 hours for sure!" Mary Earps on being named in the Top 50 Best Women's Players in the World pic.twitter.com/hGg5qCpdMZ— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) December 22, 2022 „Ég man mjög vel dagana þar sem mér leið ekki vel. Ég var ekki nægilega góð og var komin á endastöð. Þetta var bara ekki að ganga, ég var með húsnæðislán og skyldum sem ég var ekki að sinna.“ Earps hafði flakkað á milli liða á Englandi og spilaði lítið þegar hún gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg árið 2018. Ári síðar var hún komin til Man United en þar sem sæti í enska landsliðshópnum virtist úr augsýn íhugaði Earps að kalla þetta gott. „Á endanum ákvað að ég að gefa þessu tvö ár í viðbót. Sarina [Wiegman, þjálfari enska landsliðsins] tók við í september og lífið breyttist á skotstundu,“ segir Earps og smellir fingrum. „Mér leið eins og hún skildi hvaðan ég væri að koma og skildi mig sem manneskju. Það var ekki eitthvað sem ég hafði upplifað oft í fótbolta í gegnum árin. Ég kann að meta hversu beinskeytt hún er, hversu hreinskilin og ég get í raun ekki komið í orð hvernig hún hefur breytt ferlinum mínum.“ „Allt þetta ár hefur breytt öllu,“ sagði Evrópumeistarinn Mary Earps að endingu. Fótbolti Enski boltinn EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. Hin 29 ára gamla Earps er að eiga sitt besta tímabil til þessa með Man United en hún var hreint út sagt frábær þegar England tryggði sér sigur á Evrópumótinu í fótbolta síðasta sumar. Hún var í 48. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í heimi. "It's been an incredible 24 hours for sure!" Mary Earps on being named in the Top 50 Best Women's Players in the World pic.twitter.com/hGg5qCpdMZ— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) December 22, 2022 „Ég man mjög vel dagana þar sem mér leið ekki vel. Ég var ekki nægilega góð og var komin á endastöð. Þetta var bara ekki að ganga, ég var með húsnæðislán og skyldum sem ég var ekki að sinna.“ Earps hafði flakkað á milli liða á Englandi og spilaði lítið þegar hún gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg árið 2018. Ári síðar var hún komin til Man United en þar sem sæti í enska landsliðshópnum virtist úr augsýn íhugaði Earps að kalla þetta gott. „Á endanum ákvað að ég að gefa þessu tvö ár í viðbót. Sarina [Wiegman, þjálfari enska landsliðsins] tók við í september og lífið breyttist á skotstundu,“ segir Earps og smellir fingrum. „Mér leið eins og hún skildi hvaðan ég væri að koma og skildi mig sem manneskju. Það var ekki eitthvað sem ég hafði upplifað oft í fótbolta í gegnum árin. Ég kann að meta hversu beinskeytt hún er, hversu hreinskilin og ég get í raun ekki komið í orð hvernig hún hefur breytt ferlinum mínum.“ „Allt þetta ár hefur breytt öllu,“ sagði Evrópumeistarinn Mary Earps að endingu.
Fótbolti Enski boltinn EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00