Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

KR semur við bakvörð frá Litáen

KR, botnlið Subway deildar karla í körfubolta, hefur samið við Justas Tamulis um að leika með liðinu út leiktíðina. KR hefur aðeins unnið einn deildarleik þar sem af er tímabili.

Ó­sáttur Klopp segir Brent­ford „beygja reglurnar“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var verulega ósáttur með 3-1 tap sinna manna gegn Brentford í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Þó myndbandsdómari leiksins hafi tvívegis tekið mark af Brentford í kvöld sá Klopp sig samt sem áður tilneyddan til að gagnrýna dómgæsluna og leikstíl Brentford að leik loknum.

Annáll Bestu deildar karla: Grænn var litur sumarsins 2022

Besta deild karla var gerð upp í Íþróttasíld Stöðvar 2 á gamlársdag. Segja má að Breiðablik hafi stolið senunni árið 2022 en eftir að missa titilinn úr greipum sér árið 2021 kom ekkert annað til greina en að landa þeim stóra. Sumarið 2022 var grænt svo vægt sé tekið til orða.

Brent­ford stöðvaði sigur­göngu Liver­pool

Brentford vann magnaðan 3-1 sigur á Liverpool í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leik hafði Liverpool unnið fjóra deildarleiki í röð. Sigurinn er enn merkilegri fyrir þær sakir að Ivan Toney, markahæsti leikmaður Brentford á leiktíðinni, var fjarri góðu gamni. 

Leik­manna­hópur Freys hjá Lyng­by minnkar

Íslendingalið Lyngby, botnlið dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur misst tvo leikmenn nú þegar í janúarglugganum. Hvort liðið muni styrkja sig áður en leikar hefjast að nýju í deildinni mun koma í ljós.

Sjá meira