Gengur til liðs við Dubai United þrátt fyrir fangelsisdóm í heimalandinu Quincy Promes, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur vegna eiturlyfjasmygls í heimalandi sínu Hollandi. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur nú samið við Dubai United sem spilar í B-deildinni í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. 7.9.2024 12:46
Nýi maðurinn allt í öllu þegar Ernirnir sóttu sigur í Brasilíu Eins og þekkt er orðið spilar NFL-deildin alltaf þónokkra leiki utan Bandaríkjanna ár hvert. Að þessu sinni fór leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers í São Paulo í Brasilíu. Þar stal Saquon Rasul Quevis Barkley senunni með þremur snertimörkum fyrir Ernina frá Fíladelfíu. 7.9.2024 12:01
Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Laugardalsvelli árið 1964. 7.9.2024 11:31
„Íslenskt hvað? Heimir hver?“ Heimir Hallgrímsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hans bíður erfitt verkefni í Írlandi þar sem A-landslið karla í knattspyrnu hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. 7.9.2024 11:02
Frá Stockport County til Real Madríd Hinn 38 ára gamli Andy Mangan er á leið til Real Madríd þar sem hann mun verða hluti af þjálfarateymi Carlo Ancelotti. Það vekur sérstaka athygli þar sem hann hefur undanfarið starfað fyrir Stockport County sem trónir á toppi ensku C-deildarinnar. 7.9.2024 10:33
Rodrygo hetja Brasilíu og varamennirnir gerðu sitt hjá Argentínu Í Suður-Ameríku er undankeppni HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 löngu hafin. Rodrygo, leikmaður Real Madríd, bjargaði brasilíu gegn Ekvador á meðan Argentína lagði Síle örugglega 3-0. 7.9.2024 10:02
Kristall Máni bætti markamet U-21 árs landsliðsins: „Fagna þessu og svo held ég bara áfram“ Kristall Máni Ingason er nú markahæsti leikmaður íslenska U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu frá upphafi. Hann skaust á toppinn með magnaðri þrennu gegn Danmörku á föstudag. 7.9.2024 09:30
Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Romeo James Beckham, sonur David og Victoriu Beckham, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna aðeins 22 ára að aldri. 7.9.2024 09:02
Myndasyrpa frá fyrsta sigri Íslands í Þjóðadeildinni Ísland er loks búið að landa sigri í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. Hann kom í gærkvöld, föstudag, þegar Svartfjallaland mætti í heimsókn. 7.9.2024 08:00
Mendy mætir Man City í dómsal Benjamin Mendy hefur kært fyrrverandi vinnuveitanda sinn Manchester City þar sem hann telur sig eiga inni laun hjá félaginu. Málið verður tekið fyrir í október. 7.9.2024 07:03