Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2025 07:02 Ayden Heaven hafði spilað vel gegn Arsenal og framan af leik gegn Leicester City þegar hann meiddist. Vísir/Getty Images Það virðist engu máli skipta hversu marga miðverði enska knattspyrnufélagið Manchester United kaupir eða sækir úr unglingastarfi sínu, allir meiðast þeir á endanum. Rauðu djöflarnir unnu 3-0 sigur á Refunum í Leicester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta um liðna helgi. Sigurinn var súrsætur fyrir lærisveina Rúben Amorim þar sem hinn 18 ára gamli Ayden Heaven var borinn meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Heaven gekk í raðir Man United í janúar en hann er alinn upp í Lundúnum þar sem hann spilaði með West Ham United og svo Arsenal. Þessi 18 ára gamli miðvörður var að spila sinn annan leik í ensku úrvalsdeildinni og þriðja leik í öllum keppnum fyrir Man United. Þó Amorim hafi ekki viljað gefa út hversu lengi táningurinn verður frá keppni má reikna með að hann hafi lokið leik á yfirstandandi tímabili. Að 18 ára gamall leikmaður meiðst ætti ekki að marka endalok alheimsins og það gerir það ekki. Það segir hins vegar sitt að Amorim brást við meiðslum Heaven með því að senda Toby Collyer inn af bekknum. Sá er miðjumaður að upplagi en lék í stöðu hægri miðvarðar í þriggja miðvarðakerfi Rauðu djöflanna þangað til hinn 18 ára gamli Harry Amass kom inn í stöðu vinstri vængbakvarðar og hinn fjölhæfi Noussair Mazraoui færði sig í stöðu miðvarðar. Hinn 18 ára gamli Amass er enn einn uppaldi leikmaðurinn sem fær tækifæri hjá Man Utd.Vísir/Getty Images Innkoma títtnefnds Heaven gegn Arsenal í deildarleiknum á undan Leicester-leiknum örlagaríka kom einnig á óvart. Þar kom einnig verulega á óvart að Victor Lindelöf spilaði 90 mínútur en sænski miðvörðurinn hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni eins og nær allir miðverðir félagsins. Lindelöf hefur misst af fjölda leikja vegna meiðsla og aðeins tekið þátt í átta deildarleikjum á leiktíðinni. Í fimm þeirra hefur hann komið inn af bekknum í blálokin. Endurkoma hans að þessu sinni gat þó vart verið betur tímasett þar sem Amorim var að verða uppiskroppa með menn í þriggja manna vörn sína. Victor Lindelöf er allt í einu orðinn einn fyrsti maður á blað hjá Amorim.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Táningurinn Leny Yoro var aðeins 18 ára þegar Man United keypti hann frá franska félaginu Lille síðasta sumar. Hann þurfti hins vegar að fara í aðgerð á fæti áður en tímabilið hófst og spilaði ekki sinn fyrsta deildarleik fyrr en í desember, þá orðinn 19 ára gamall. Þar með er ekki öll sagan sögð en hann fór meiddur af velli í jafnteflinu gegn Arsenal þann 9. mars og í hans stað kom Heaven inn á. Ekki er vitað nákvæmlega hvað er að hrjá Yoro núna en mögulega er um að ræða eitthvað tengt meiðslunum fyrr á leiktíðinni. Hinn 27 ára gamli Lisandro Martínez er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Man United. Hann er á sínu þriðja tímabili í Manchester-borg og hefur bölvunin allt hann allt frá því hann meiddist á rist í april 2023. Hann frá það sem eftir lifði tímabils og vegna mistaka læknateymis félagsins tóku meiðslin sig upp á ný í september sama ár. Hann var frá allt fram í janúar 2024 og varð fyrri hnémeiðslum í febrúar sama ár. Hann tognaði svo á kálfa í apríl á síðasta ári en var í kjölfarið heill heilsu allt þangað til hann sleit krossband í hné í febrúar á þessu ári. Harry Maguire hefur sömuleiðis verið frá keppni undanfarið vegna meiðsla en það virðist sem þegar miðvörður snýr til baka eftir fjarveru þá meiðist annar. Gamla brýnið Jonny Evans var fenginn inn til miðla reynslu sinni á síðustu leiktíð en vegna meiðsla leikmanna á borð við Martínez og Raphaël Varane endaði Evans á að spila mun fleiri leiki en búist var við. Það hefur tekið sinn toll því þessi 37 ára gamli Norður-Íri hefur ekki spilað það sem af er árinu 2025. Bölvunin virðist teygja sig yfir í þá leikmenn sem geta leyst stöðu miðvarðar þó þeir séu það ekki að upplagi. Þar má nefna Luke Shaw sem hefur ekki enn leikið fyrir Man United á þessari leiktíð eftir að vera mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en gefa samt sem áður kost á sér á EM sem fram fór síðasta sumar. Mikil meiðsli hafa herjað á lið Man United undanfarnar vikur og varamannabekkur liðsins verið í yngri kantinum. Leikmenn eru þó að snúa til baka og var Mason Mount til að mynda á bekknum gegn Leicester. Það virðist þó ár og öld í að Amorim geti stillt upp varnarlínu þegar allir hans helstu leikmenn eru heilir heilsu. Sem stendur spila þeir sem geta reimað á sig takkaskó án þessa að enda upp á slysadeild. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Rauðu djöflarnir unnu 3-0 sigur á Refunum í Leicester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta um liðna helgi. Sigurinn var súrsætur fyrir lærisveina Rúben Amorim þar sem hinn 18 ára gamli Ayden Heaven var borinn meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Heaven gekk í raðir Man United í janúar en hann er alinn upp í Lundúnum þar sem hann spilaði með West Ham United og svo Arsenal. Þessi 18 ára gamli miðvörður var að spila sinn annan leik í ensku úrvalsdeildinni og þriðja leik í öllum keppnum fyrir Man United. Þó Amorim hafi ekki viljað gefa út hversu lengi táningurinn verður frá keppni má reikna með að hann hafi lokið leik á yfirstandandi tímabili. Að 18 ára gamall leikmaður meiðst ætti ekki að marka endalok alheimsins og það gerir það ekki. Það segir hins vegar sitt að Amorim brást við meiðslum Heaven með því að senda Toby Collyer inn af bekknum. Sá er miðjumaður að upplagi en lék í stöðu hægri miðvarðar í þriggja miðvarðakerfi Rauðu djöflanna þangað til hinn 18 ára gamli Harry Amass kom inn í stöðu vinstri vængbakvarðar og hinn fjölhæfi Noussair Mazraoui færði sig í stöðu miðvarðar. Hinn 18 ára gamli Amass er enn einn uppaldi leikmaðurinn sem fær tækifæri hjá Man Utd.Vísir/Getty Images Innkoma títtnefnds Heaven gegn Arsenal í deildarleiknum á undan Leicester-leiknum örlagaríka kom einnig á óvart. Þar kom einnig verulega á óvart að Victor Lindelöf spilaði 90 mínútur en sænski miðvörðurinn hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni eins og nær allir miðverðir félagsins. Lindelöf hefur misst af fjölda leikja vegna meiðsla og aðeins tekið þátt í átta deildarleikjum á leiktíðinni. Í fimm þeirra hefur hann komið inn af bekknum í blálokin. Endurkoma hans að þessu sinni gat þó vart verið betur tímasett þar sem Amorim var að verða uppiskroppa með menn í þriggja manna vörn sína. Victor Lindelöf er allt í einu orðinn einn fyrsti maður á blað hjá Amorim.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Táningurinn Leny Yoro var aðeins 18 ára þegar Man United keypti hann frá franska félaginu Lille síðasta sumar. Hann þurfti hins vegar að fara í aðgerð á fæti áður en tímabilið hófst og spilaði ekki sinn fyrsta deildarleik fyrr en í desember, þá orðinn 19 ára gamall. Þar með er ekki öll sagan sögð en hann fór meiddur af velli í jafnteflinu gegn Arsenal þann 9. mars og í hans stað kom Heaven inn á. Ekki er vitað nákvæmlega hvað er að hrjá Yoro núna en mögulega er um að ræða eitthvað tengt meiðslunum fyrr á leiktíðinni. Hinn 27 ára gamli Lisandro Martínez er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Man United. Hann er á sínu þriðja tímabili í Manchester-borg og hefur bölvunin allt hann allt frá því hann meiddist á rist í april 2023. Hann frá það sem eftir lifði tímabils og vegna mistaka læknateymis félagsins tóku meiðslin sig upp á ný í september sama ár. Hann var frá allt fram í janúar 2024 og varð fyrri hnémeiðslum í febrúar sama ár. Hann tognaði svo á kálfa í apríl á síðasta ári en var í kjölfarið heill heilsu allt þangað til hann sleit krossband í hné í febrúar á þessu ári. Harry Maguire hefur sömuleiðis verið frá keppni undanfarið vegna meiðsla en það virðist sem þegar miðvörður snýr til baka eftir fjarveru þá meiðist annar. Gamla brýnið Jonny Evans var fenginn inn til miðla reynslu sinni á síðustu leiktíð en vegna meiðsla leikmanna á borð við Martínez og Raphaël Varane endaði Evans á að spila mun fleiri leiki en búist var við. Það hefur tekið sinn toll því þessi 37 ára gamli Norður-Íri hefur ekki spilað það sem af er árinu 2025. Bölvunin virðist teygja sig yfir í þá leikmenn sem geta leyst stöðu miðvarðar þó þeir séu það ekki að upplagi. Þar má nefna Luke Shaw sem hefur ekki enn leikið fyrir Man United á þessari leiktíð eftir að vera mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en gefa samt sem áður kost á sér á EM sem fram fór síðasta sumar. Mikil meiðsli hafa herjað á lið Man United undanfarnar vikur og varamannabekkur liðsins verið í yngri kantinum. Leikmenn eru þó að snúa til baka og var Mason Mount til að mynda á bekknum gegn Leicester. Það virðist þó ár og öld í að Amorim geti stillt upp varnarlínu þegar allir hans helstu leikmenn eru heilir heilsu. Sem stendur spila þeir sem geta reimað á sig takkaskó án þessa að enda upp á slysadeild.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira