„Ótrúleg vonbrigði að hafa ekki náð lengra“ „Góð tilfinning að vinna í dag. Við vissum svo sem fyrir leik að við værum á leiðinni heim og það var ekkert að fara breytast,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir fjögurra marka sigur Íslands á Brasilíu fyrr í kvöld. 22.1.2023 23:31
Samúel Kári skoraði gegn Olympiacos | Sverrir Ingi stýrði PAOK til sigurs á toppliðinu Það var nóg af Íslendingum í sviðsljósinu í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Aftur missti Hörður Björgvin Magnússon af leik hjá Panathinaikos og aftur tapaði toppliðið fyrir Sverri Inga Sverrissyni og félögum í PAOK. 22.1.2023 23:00
Markasúpa þegar Juventus og Atalanta gerðu jafntefli Juventus og Atalanta gerðu 3-3 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 22.1.2023 22:31
Spánarmeistararnir halda í við Börsunga Real Madríd vann 2-0 sigur á Athletic Bilbao í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 22.1.2023 22:15
Frakkar ósigraðir í átta liða úrslit Frakkland og Spánn mættust í toppslag milliriðils eitt á HM í handbolta. Frakkar unnu leikinn 28-26 og þar með riðilinn. Fyrir leik höfðu bæði lið unnið alla sína leiki á mótinu og því varð eitthvað undan að láta. 22.1.2023 21:41
Svíar í átta liða úrslit með fullt hús stiga Svíþjóð vann Portúgal í síðasta leik milliriðils tvö og er þar með komið í átta liða úrslit HM í handbolta með fullt hús stiga. 22.1.2023 21:10
Man United á toppinn eftir að leikjum Chelsea og Arsenal var frestað Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta þar sem leikjum bæði Chelsea og Arsenal var frestað í dag. 22.1.2023 20:31
„Hundfúlir að fara ekki lengra“ „Fyrir leikinn vissum við að við værum úr leik þannig að auðvitað vildum við enda þetta með sigri. Sérstaklega fyrir fólkið okkar í stúkunni sem er mætt að horfa á, og hvetja, okkur. Það er stuðningurinn sem stendur upp úr á þessu móti,“ sagði Bjarki Már Elísson eftir sigur Íslands í síðasta leik milliriðils á HM í handbolta. 22.1.2023 20:15
„Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki“ Gísli Þorgeir Kristjánsson var ánægður með síðari hálfleik íslenska landsliðsins í dag þegar það sneri leiknum gegn Brasilíu við. Hann er hins vegar á því að liðið hafi hent frá sér möguleikanum að fara lengra í síðari hálfleik á móti Ungverjum. 22.1.2023 20:00
Pedri hetja Barcelona Pedri sá til þess að Barcelona jók forystu sína á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 22.1.2023 19:30