Handbolti

Svíar í átta liða úr­slit með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daniel Pettersson var markahæstur í liði Svíþjóðar í kvöld.
Daniel Pettersson var markahæstur í liði Svíþjóðar í kvöld. Annelie Cracchiolo/Getty Images

Svíþjóð vann Portúgal í síðasta leik milliriðils tvö og er þar með komið í átta liða úrslit HM í handbolta með fullt hús stiga.

Svíar voru þegar komnir í 8-liða úrslit og ofan á það búnir að tryggja sér sigur í milliriðlinum þegar leikur þeirra og Portúgals hófst. Það sást á fyrri hálfleiknum en að honum loknum leiddi Portúgal með einu marki.

Í síðari hálfleik gaf sænska liðið í og tók hreinlega yfir leikinn. Mest komst Svíþjóð fjórum mörkum yfir en þegar leiktíminn rann út var munurinn tvö mörk, lokatölur 32-30.

Daniel Pettersson var markahæstur í liði Svíþjóðar með 8 mörk. Hjá Portúgal var Victor Iturriza markahæstur með 7 mörk.

Svíþjóð vinnur því milliriðil tvö með fullt hús stiga á meðan Portúgal endar í 4. sæti með 5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×