Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stiga­frá­dráttur hjá Juventus og Mourin­ho vill þrjú stig í stór­af­mælis­gjöf

Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli.

„Fannst liðið heilt yfir ekkert rosa­lega sjarmerandi“

„Ég myndi segja að það væri hægt á einhverjum forsendum að hugsa þetta þannig,“sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari Hauka í Olís deild karla, aðspurður hvort mögulega hefðu væntingar íslensku þjóðarinnar borið íslenska landsliðið ofurliði í Svíþjóð.

Inter mis­steig sig illi­lega

Inter tapaði óvænt á heimavelli fyrir Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Inter hafði unnið síðustu 9 deildarleiki sína gegn Empoli en tókst ekki að bæta þeim tíunda við, lokatölur á San Siro 0-1.

Kristian Nökkvi lagði upp í tapi

Þrátt fyrir að fá rautt spjald í síðasta leik með Jong Ajax þá var Kristian Nökkvi Hlynsson í byrjunarliðinu þegar liðið mætti Roda í hollensku B-deildinni í kvöld. Kristian Nökkvi lagði upp eina mark Jong Ajax í liðsins.

Sjá meira