Danir geta varið heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Spáni Danmörk lagði Spán í undanúrslitum HM í handbolta. Danir, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, geta þannig varið titil sinn þegar þeir mæta Frökkum eða Svíum í úrslitum á sunnudag. 27.1.2023 19:00
Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27.1.2023 17:45
Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27.1.2023 17:01
„Fannst liðið heilt yfir ekkert rosalega sjarmerandi“ „Ég myndi segja að það væri hægt á einhverjum forsendum að hugsa þetta þannig,“sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari Hauka í Olís deild karla, aðspurður hvort mögulega hefðu væntingar íslensku þjóðarinnar borið íslenska landsliðið ofurliði í Svíþjóð. 24.1.2023 07:00
Dagskráin í dag: Stórleikur á Ítalíu, Lokasóknin og BLAST Premier Það er boðið upp á þægilegan þriðjudag á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. 24.1.2023 06:01
Jón Axel framlengir við Pesaro út tímabilið Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við ítalska úrvalsdeildarfélagið Pesaro út leiktíðina. Frá þessu greindi félagið í kvöld. 23.1.2023 23:31
Mbappé skoraði fimm þegar PSG skoraði sjö Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu einstaklega þægilegan sigur á 6. deildarliði Pays de Cassel í frönsku bikarkeppninni í kvöld. 23.1.2023 23:00
Kane heldur Meistaradeildarvonum Tottenham á lífi Tottenham Hotspur vann nágranna sína í Fulham með einu marki gegn engu í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 23.1.2023 22:20
Inter missteig sig illilega Inter tapaði óvænt á heimavelli fyrir Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Inter hafði unnið síðustu 9 deildarleiki sína gegn Empoli en tókst ekki að bæta þeim tíunda við, lokatölur á San Siro 0-1. 23.1.2023 22:00
Kristian Nökkvi lagði upp í tapi Þrátt fyrir að fá rautt spjald í síðasta leik með Jong Ajax þá var Kristian Nökkvi Hlynsson í byrjunarliðinu þegar liðið mætti Roda í hollensku B-deildinni í kvöld. Kristian Nökkvi lagði upp eina mark Jong Ajax í liðsins. 23.1.2023 21:30