Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Norð­menn og Danir hirtu topp­sætin: Átta liða úr­slitin klár

Síðustu leikjunum í milliriðlum HM í handbolta er nú lokið. Í síðustu tveimur leikjum dagsins þá tók Noregur toppsætið milliriðli III með sigri á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Sama má segja um Danmörku sem vann öruggan sigur á Egyptalandi í slagnum um toppsætið í milliriðli IV.

Mynd­band: Frá­bær stoð­sending Alberts

Albert Guðmundsson lagði upp fyrra mark Genoa í mikilvægum 2-1 sigri liðsins á Benevento í Serie B, ítölsku B-deildinni í knattspyrnu. Markið kom eftir frábært spil leikmanna Genoa og hefur félagið nú birt myndband af markinu á samfélagsmiðlum sínum.

Topp­liðið kaupir Kiwi­or frá Spezia

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar hefur fest kaup á varnarmanninum Jakub Kiwior, samherja Mikaels Egils Ellertssonar hjá Spezia. Sá er pólskur landsliðsmaður og kostar Arsenal 20 milljónir punda, rúmlega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna.

Ís­land endar í tólfta sæti á HM

Þegar nær öllum leikjum dagsins á HM í handbolta er lokið er orðið ljóst að Ísland endar í 12. sæti á mótinu. Fyrr í dag var Ísland í tíunda sæti en eftir sigra Serbíu og Króatíu fellur Ísland niður í tólfta sætið.

Króatía keyrði yfir Bar­ein í síðari hálf­leik

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein léku einkar vel í fyrri hálfleik gegn Króatíu í síðasta leik liðanna í milliriðli IV á HM í handbolta. Í síðari hálfleik reyndist Króatía mun sterkari aðilinn og vann á endanum 11 marka sigur, lokatölur 43-32.

Fabrizio Roma­no tjáir sig um vista­skipti Dags Dan

Fyrr í dag var greint frá því að Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, væri á leið til Orlando City í MLS-deildinni. Nú hefur hinn tilkynningaóði blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um möguleg vistaskipti Dags Dan.

„Verður ekki betra en þetta“

„Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins.

Sjá meira