Ótrúlegur gluggadagur í NBA: Fleiri breytingar hjá Lakers og Crowder stoppaði stutt í Brooklyn Það má segja að mikið hafi gengið á undir lok félagaskiptagluggans í NBA deildinni í körfubolta. Kevin Durant og Kyrie Irving yfirgáfu Brooklyn Nets og nú undir lok kvölds hefur fjöldinn allur af vistaskiptum gengið í gegn. 9.2.2023 23:30
Dagný og stöllur sáu aldrei til sólar gegn Englandsmeisturunum West Ham United fékk Chelsea í heimsókn í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Hamranna sem áttu aldrei viðreisnar von en Chelsea vann leikinn 7-0. 9.2.2023 23:00
Naum töp hjá Viktori Gísla og Gísla Þorgeiri Fimm leikir fóru fram í Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik í liði Magdeburg sem varð samt að sætta sig við tap. Þá töpuðu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes naumlega fyrir Celje Pivovarna Laško á heimavelli. 9.2.2023 22:31
Halldór Stefán tekur við KA í sumar Handknattleiksdeild KA hefur staðfest að Halldór Stefán Haraldsson muni taka við þjálfun liðs KA í Olís deild karla í sumar. Hann skrifar undir þriggja ára samning. 9.2.2023 21:31
Svekkjandi tap Gummersbach | Ýmir Örn hafði betur gegn Sveini Íslendingalið Gummersbach mátti þola tap með minnsta mun gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein Neckar Löwen unnu stórsigur á Minden. Sveinn Jóhannsson leikur með Minden. 9.2.2023 20:30
Fínn leikur Ágústs Elís dugði ekki Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik í marki Ribe-Esbjerg þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hvorki Elvar Ásgeirsson né Arnar Birkir Hálfdánsson léku með Ribe-Esbjerg. 9.2.2023 19:30
Selfoss heldur áfram að sækja leikmenn til Bandaríkjanna Segja má að það verði bandarískt yfirbragð yfir Selfyssingum í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Liðið tilkynnti í dag að framherjinn Mallory Olsson myndi spila með liðinu í sumar. 9.2.2023 18:47
Ólafur Karl í Fylki og Viktor Andri í Keflavík Nýliðar Fylkis hafa samið við framherjann Ólaf Karl Finsen um að leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Þá hefur Keflavík samið við Viktor Andra Hafþórsson. 9.2.2023 18:01
„Svo dúkkar þessi bakvarðar pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn“ Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar. 9.2.2023 09:01
Lögmál leiksins: Voru skipti Kyrie frá Nets til Dallas verst fyrir Lakers? „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi og rökstyðja svar sitt. 7.2.2023 07:00