Dagskráin í dag: Valsmenn í Þýskalandi, Wrexham, Juventus og Ljósleiðaradeildin Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum fína þriðjudegi. 7.2.2023 06:00
Körfuboltakvöld: Finnur Freyr talinn besti þjálfarinn „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þar leggur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurningar fyrir sérfræðinga þáttarins sem þeir þurfa að svara og rökstyðja. 6.2.2023 23:30
Varane segist vera að kafna vegna fjölda leikja Franski miðvörðurinn Raphaël Varane segir knattspyrnumenn á hæsta getustigi spila alltof marga leiki. Varane lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítugur. 6.2.2023 22:31
Selfoss og ÍBV fá leikmenn frá Bandaríkjunum Bæði Selfoss og ÍBV hafa sótt leikmenn úr bandaríska háskólaboltanum fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna í fótbolta. 6.2.2023 21:30
Ekki vitað hversu lengi Curry verður frá Stephen Curry, stórstjarna ríkjandi meistara í Golden State Warriors, verður ekki með liðinu í NBA deildinni í körfubolta á næstunni eftir að hafa meiðst á hné gegn Dallas Mavericks á dögunum. 6.2.2023 21:00
„Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi“ Enska úrvalsdeildin ákvað í dag að kæra Manchester City fyrir yfir eitt hundrað brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Sú ákvörðun gæti haft alvarlega afleiðingar. 6.2.2023 20:15
Lazio mistókst að komast upp fyrir nágranna sína Lazio náði aðeins jafntefli gegn Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Með sigri hefði Lazio farið upp fyrir nágranna sína og erkifjendur í Roma. 6.2.2023 19:31
Ten Hag ætlar út með ruslið Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, ætlar að taka rækilega til í leikmannamálum félagsins í sumar. Talið er að sex leikmenn verði seldir í sumar, þar á meðal verða fyrirliðinn Harry Maguire og framherjinn Anthony Martial. 6.2.2023 18:01
Lögmál leiksins: „Ef ég fæ ekki samning þá fer ég að haga mér eins og fíflið sem ég er“ Farið verður yfir vistaskipti Kyrie Irving í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Telja sérfræðingar þáttarins að Kyrie hafi heimtað nýjan samning hjá Brooklyn Nets annars myndi hann hreinlega ekki spila. Honum var í kjölfarið skipt til Dallas Mavericks. 6.2.2023 17:01
„Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“ Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni. 2.2.2023 09:01