Talið að Bayern vilji tvíeyki frá Chelsea og bakvörð Man United Bayern München virðist ætla að styrkja sig talsvert í sumar. Talið er að félagið sé á höttunum á eftir Pernille Harder og Mögdu Eriksson hjá Chelsea. Ona Battle, bakvörður Manchester United, er einnig á óskalistanum. 7.3.2023 19:16
„Veigar Áki steig heldur betur upp“ Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því. 7.3.2023 18:31
Unnur ekki meira með á leiktíðinni Unnur Ómarsdóttir, hornamaður KA/Þórs og íslenska landsliðsins í handbolta, mun ekki leika meira með félagsliði sínu á yfirstandandi leiktíð í Olís-deild kvenna. Ástæðan er einföld, Unnur gengur með barn undir belti. 7.3.2023 17:46
„Ef þeir fara í umspilið, guð blessi þá“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar í körfubolta. 7.3.2023 07:00
Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu og Sambandsdeild Evrópu Þægilegur þriðjudagur á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti og áskorendastig Stórmeistaramótsins í Counter-Strike:Global Offensive. 7.3.2023 06:01
Ten Hag lét leikmenn sína hlusta á fagnaðarlæti leikmanna Liverpool Eftir afhroðið á Anfield á sunnudag ákvað Erik ten Hag að láta leikmenn sína sitja í algerri þögn á meðan fagnaðarlæti leikmanna Liverpool ómuðu yfir ganginn. Ten Hag vonast til að leikmenn sínir láti sér þetta að kenningu verða og endurtaki ekki leikinn von bráðar. 6.3.2023 23:30
Brentford blandar sér í Evrópubaráttuna Brentford vann Fulham 3-2 í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Félögin eru bæði í harðri Evrópubaráttu. 6.3.2023 22:30
Albert skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Jong Ajax í hollensku B-deildinni og Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni. 6.3.2023 21:20
Stefán hættir með Fram eftir tímabilið Stefán Arnarson mun hætta þjálfun Fram í Olís-deild kvenna í handbolta þegar tímabilinu lýkur. Stefán hefur þjálfað Fram í níu ár. 6.3.2023 20:30
Fer með PSG til München þrátt fyrir að hafa verið kærður fyrir nauðgun Achraf Hakimi, hægri bakvörður París Saint-Germain, mun ferðast með liðinu til München þar sem síðari leikur PSG og Bayern í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram. Hakimi var nýverið sakaður um nauðgun og hefur verið kærður vegna málsins. 6.3.2023 19:35