Tottenham neitar að selja Kane næsta sumar og gæti misst hann frítt Þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar í sumar verður aðeins ár þangað til samningur framherjans Harry Kane við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur rennur út. Hann virðist ekki vera á leiðinni að skrifa undir nýjan samning en það breytir því ekki að Tottenham hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann. 16.3.2023 12:01
Tottenham goðsagnir hafa eftir allt saman verið Man City aðdáendur Arsenal leiðir baráttuna um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla eins og staðan er í dag. Manchester City fylgir fast á hæla þeirra og virðast nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Tottenham Hotspur, menn sem titla mætti goðsagnir, hafa því tekið upp á því að styðja þá bláklæddu frá Manchester. Og segjast jafnvel hafa gert það í fjölda mörg ár. 16.3.2023 11:02
„Hin fullkomna díva“ aldrei verið frjálsari eftir að hún kom út úr skápnum Gisele Shaw, eða „hin fullkomna díva“ eins og hún er kölluð í glímuheiminum, kom út úr skápnum sem trans kona á síðasta ári. Hún hafði haldið því leyndu að hún væri trans á meðan hún vann sig upp innan glímuheimsins. 16.3.2023 09:00
Líkt og það séu álög á Klopp þegar mótherjinn kemur frá Spáni Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, hefur gengið bölvanlega að sigrast á spænskum liðum síðan hann tók við stjórnartaumunum í Bítlaborginni. 16.3.2023 08:30
Segir Gunnar Nelson vera goðsögn og vill sjá víkinginn í honum á laugardaginn UFC 286 fer fram í Lundúnum á laugardagskvöldið kemur, þann 18. mars. Þar mætast Bandaríkjamaðurinn Bryan Barberena. Sá vill sjá víkinginn sem býr innra með Gunnari. 16.3.2023 08:01
Verður áfram forseti FIFA þar sem það er ekkert mótframboð Giovanni Vincenzo, eða einfaldlega Gianni, Infantino hefur setið í embætti forseta FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, frá árinu 2016. Hann mun gera það áfram þar sem enginn býður sig fram gegn honum. 16.3.2023 07:01
Dagskráin í dag: Man United á Spáni, spennandi leikur í Ólafssal og allskonar Alls eru tíu beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Evrópudeildin í fótbolta, Subway-deild karla í körfubolta, Körfuboltakvöld kvenna, rafíþróttir og golf. 16.3.2023 06:01
„Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. 15.3.2023 23:31
Hefur ekki áhyggjur ef Conor er í formi Gunnar Nelson er klár í slaginn en hann mætir Bryan Barberena á bardakvöldi UFC 286 sem fram fer í Lundúnum á laugardaginn kemur. Á blaðamannafundi í dag var Gunnar spurður út í sinn fyrrverandi æfingafélaga Conor McGregor. 15.3.2023 23:00
Óeirðir fyrir leik en Napoli hafði öll völd í leiknum sjálfum Napoli lagði Eintracht Frankfurt 3-0 í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ítalska liðið vann einvígið þar með 5-0 og fór örugglega áfram. 15.3.2023 22:10