Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins. 15.3.2023 22:00
Brighton og Brentford í bullandi baráttu um Evrópusæti Brighton & Hove Albion og Brentford unnu leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 15.3.2023 21:31
Frábær endir tryggði Haukum sigur | Njarðvík með stórsigur Haukar og Njarðvík unnu í kvöld leiki sína í Subway-deild kvenna í körfubolta. 15.3.2023 21:00
Glæstur sigur gefur Elvari Má og félögum möguleika á að komast í átta liða úrslit Rytas Vilnius, lið Elvars Más Friðrikssonar, vann glæsilegan útisigur á Bahçeşehir Koleji í Meistaradeild Evrópu í körfubolta, lokatölur 69-92. Sigurinn þýðir að Rytas á möguleika á að komast í átta liða úrslit keppninnar. 15.3.2023 19:30
Þrumaði boltanum upp í stúku þótt lið hans væri að vinna Cristiano Ronaldo, leikmaður Al Nassr í Sádi-Arabíu var allt annað en sáttur þegar flautað var til hálfleiks í bikarleik liðsins gegn Abha. Litlu máli skipti að Al-Nassr væri 2-0 yfir og sigurinn næsta vís. 15.3.2023 18:00
Snýr aftur til Chelsea í sumar eftir mislukkaða lánsdvöl á Ítalíu Lánsdvöl belgíska framherjans Romelu Lukaku hjá Inter Milan á Ítalíu hefur ekki gengið að óskum. Framkvæmdastjóri félagsins hefur staðfest að Lukaku fari aftur til Chelsea að dvölinni lokinni. 15.3.2023 17:01
Óvissa ríkir um framtíð Gavi vegna skráningarvesens og baráttu Barcelona við La Liga Hinn gríðarlegi efnilegi Gavi gæti verið á leið frá Barcelona á frjálsri sölu þar sem samningur hans við félagið gæti verið ógildur. Málið er flókið og er hluti af ástæðunni bakvið þeirrar miklu spennu sem nú ríkir milli Barcelona og spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga. 15.3.2023 16:30
Oklahoma að valda Lakers og Dallas vandræðum Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks lagði Kevin Durant-laust lið Phoenix Suns nokkuð þægilega. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut og þá vann Oklahoma City Thunder góðan endurkomusigur á Brooklyn Nets. Sá sigur lagði stein í götu Dallas Mavericks sem og Lakers. 15.3.2023 16:01
Toppliðið þarf að sigra Valsgrýluna Keflavík og Valur, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta,. Keflavík trónir sem stendur á toppi deildarinnar með 21 sigur og aðeins þrjú töp. Þar á eftir koma Valskonur með 20 sigra og fjögur töp. Það sem er einkar athyglisvert við þessa tölfræði er að tvö af þremur töpum Keflavíkur hafa komið gegn Val. 15.3.2023 13:01
Þjálfarinn stökk frá borði skömmu áður en Ísland mætir í heimsókn Martin Stocklasa, fyrrverandi þjálfari landsliðs Liechtenstein, sagði starfi sínu lausu fyrr í þessum mánuði. Það má því segja að Liechtenstein verði þjálfaralaust þegar Ísland mætir í heimsókn í undankeppni EM 2024. 15.3.2023 11:00