Donni markahæstur í endurkominni Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er mættur aftur til leiks með PAUC í frönsku úrvalsdeildinni. Hann hafði tekið sér tímabundið hlé frá handbolta vegna kulnunar en er nú snúinn aftur og það með látum. 17.3.2023 23:30
Þróttarar enduðu með fullt hús stiga Þróttur Reykjavík vann FH 5-2 í lokaleik liðanna í riðlakeppni Lengjubikars kvenna. Þróttur endar með fullt hús stiga og er komið í undanúrslit keppninnar þar Breiðablik eða Stjarnan verða mótherjinn. 17.3.2023 23:01
Isak hetja Newcastle í Skírisskógi Newcastle United vann 2-1 útisigur á Nottingham Forest í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 17.3.2023 22:00
Eiður Smári blandar sér í umræðuna um Albert Guðmundsson Eiður Smári Guðjohnsen, einn af bestu knattspyrnumönnum sem Ísland hefur alið og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur blandað sér í umræðuna um Albert Guðmundsson og fjarveru hans íslenska landsliðshópnum. 17.3.2023 20:30
Alexandra skoraði í stóru tapi | Aron Einar á toppinn í Katar Alexandra Jóhannsdóttir skoraði eina mark Fiorentina í 5-1 tapi liðsins gegn Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi eru komnir á toppinn í Katar eftir 4-1 sigur á Al Sailiya. 17.3.2023 19:30
Albert Brynjar hjólar í Arnar Þór Albert Brynjar Ingason, fyrrverandi knattspyrnumaður og núverandi sparkspekingur hjá Stöð 2 Sport og hlaðvarpinu Dr. Football, hefur látið landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson heyra það vegna ummæla Arnars Þórs um Albert Guðmundsson. Albert Brynjar er frændi Alberts. 17.3.2023 18:50
Potter segir að Mount muni ekki spila með landsliðinu þó hann hafi verið valinn Mason Mount, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, var á dögunum valinn í enska landsliðið fyrir leiki liðsins í undankeppni EM 2024. Hann mun þó ekki spila mínútu með liðinu samkvæmt Graham Potter, þjálfara Chelsea. 17.3.2023 18:01
Henry orðaður við kvennalandslið Frakklands Thierry Henry, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur verið orðaður við stöðu þjálfara franska kvennalandsliðsins. Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm og er nafn Henry meðal þeirra sem nefnd hafa verið til sögnnar. 16.3.2023 15:31
Fimmtíu stig frá Curry dugðu ekki og Lakers tapaði fyrir einu lélegasta liði deildarinnar Að venju fóru fram þónokkrir leikir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry skoraði 50 stig í tapi Golden State Warriors gegn Los Angeles Clippers. Þá tapaði Los Angeles Lakers fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Houston Rockets. 16.3.2023 13:01
Spiluðu kunnuglegt stef eftir að hafa slegið Liverpool út Real Madríd sló Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu á heimavelli sínum, Santiago Bernabéu, í gærkvöld. Í kjölfarið spilaði plötusnúður heimaliðsins „You´ll never walk alone.“ Lagið sem er spilað fyrir hvern einasta heimaleik Liverpool. 16.3.2023 12:30