Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Teitur segir Basi­le bestan í vetur: „Ég þarf ekkert að rök­styðja það“

„Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Að þessu sinni var spurt hvort Keyshawn Woods hentaði úrslitakeppninni, hvort tvíeykið menn vildu frekar, hvaða lið kemst ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla, hver sé besti leikmaður deildarinnar og hvað skiptir mestu máli þegar það eru bara tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni.

Munu bjóða í Man United á nýjan leik

Talið er að Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani muni bjóða í enska knattspyrnufélagið Manchester United í annað sinn á miðvikudaginn. Sir Jim Ratcliffe mun gera slíkt hið sama. Frá þessu er greint á vef Sky Sports.

Vill að Mitro­vić og Fernandes fái tíu leikja bann

Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara.

Aron meiddist á læri í sigri helgarinnar

Svo virðist sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hafi meiðst á læri um helgina þegar Álaborg vann öruggan sigur á Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Sjá meira