Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jókerinn og Gríska undrið halda á­fram að ein­oka fyrir­sagnirnar

Nikola Jokić skilaði að venju sínu þegar Denver Nuggets lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Atlanta Hawks hentu frá sér 24 stiga forystu í síðari hálfleik og 46 stig Devin Booker dugðu Phoenix Suns ekki til sigurs. Gríska undrið gat ekki leyft Jókernum að einoka fyrirsagnirnar og gerði líka þrennu þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum.

Alonso komst á verðlaunapall í hundraðasta skipti eftir allt saman

Það var viðburðarrík helgi í Formúlu 1 þar sem keppt var í Sádi-Arabíu að þessu sinni. Sergio Pérez kom, sá og sigraði. Max Verstappen endaði í 2. sæti eftir að byrja fimmtándi í rásröðinni og gamla brýnið Fernando Alonso endaði að lokum í 3. sæti eftir að refsingin sem honum var gefin að kappakstri loknum var dæmd ógild.

Orðinn launa­hæsti tæklari sögunnar

Hinn 28 ára gamli Laremy Tunsil ætti að eiga fyrir salti í grautinn næstu misseri. Þriggja ára samningur hans við Houston Texans í NFL-deildinni gerir hann að launahæsta tæklara í sögu deildarinnar.

„Þarna var þetta svo inni­legt“

Jóhann Gunnar Einarsson lék á sínum tíma með Aftureldingu. Hann var mættur í Handkastið þar sem ótrúlegur sigur Aftureldingar á Haukum í bikarúrslitum var krufinn. Fór Jóhann Gunnar meðal yfir það sem hefur breyst hjá félaginu síðan hann gekk í raðir þess árið 2014.

„Með góðri frammi­stöðu er allt mögu­legt“

„Ég held að við munum koma til með að bjóða upp á sambærilega stemningu og í undanförnum leikjum. Ég hvet fólk því eindregið til að mæta,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, en hann og liðsfélagar hans mæta þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á morgun, þriðjudag.

„Vorum klár­lega betra liðið“

Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur.

Sjá meira