ÍR vann og Selfoss spilar í næstefstu deild á næstu leiktíð Selfoss og ÍR mættust í oddaleik um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Fór það svo að ÍR vann leik kvöldsins með þriggja marka mun, 30-27, og spilar í efstu deild á næstu leiktíð. 10.5.2023 21:46
Inter í frábærri stöðu eftir magnaða byrjun á „útivelli“ Inter og AC Milan mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn var skráður sem heimaleikur AC Milan en bæði lið spila leiki sína á San Siro-vellinum í Mílanó. Það var hins vegar Inter sem vann eftir tvö mörk snemma leiks, lokatölur 0-2. 10.5.2023 20:55
Lundúnaliðin unnu stórsigra Chelsea og Arsenal unnu bæði stórsigra í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Bæði lið eru enn í bullandi toppbaráttu en Englandsmeistarar Chelsea eiga leik til góða á Manchester United sem situr á toppi deildarinnar. 10.5.2023 20:30
Samningslaus Díana: „Ég er sultuslök“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sagðist sultuslök og stolt af sínu liði er hún ræddi við Seinni bylgjuna eftir að ljóst var að Haukar væru dottnir úr leik í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið komst nokkuð óvænt alla leið í undanúrslit. 10.5.2023 20:01
Ingibjörg áfram taplaus á toppnum Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur í Vålerenga eru áfram taplausar á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Røa. 10.5.2023 19:15
Allt jafnt hjá Magdeburg eftir skelfilegan kafla undir lok leiks Þýska stórliðið Magdeburg gerði jafntefli við Wisla Plock á útivelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í handbolta. Gísli Þorgeir Kristjánsson lét lítið fyrir sér fara í leik kvöldsins. 10.5.2023 18:46
Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9.5.2023 09:02
„Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á“ „Lífið utan fótboltans er mjög gott, er að koma mér fyrir og líður mjög vel þarna,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Rosenborg en hann er staddur hér á landi og ræddi við Stöð 2 og Vísi um veruna í Noregi. 9.5.2023 07:01
Dagkráin í dag: Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls, Haukar í Eyjum, Besta deild kvenna og Meistaradeildarmörkin Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Boðið verður upp á handbolta, körfubolta og fótbolta ásamt rafíþróttum. 9.5.2023 06:01
Búinn að fá nóg af því að vera bendlaður við bölvun tengda Man City Yaya Touré, fyrrverandi miðjumaður Manchester City, er búinn að fá sig fullsaddan af því að fólk sé að bendla hann við umræðu um „bölvun“ sem fylgi enska knattspyrnuliðinu í Meistaradeild Evrópu. 8.5.2023 23:31