Myndband: Bardagi Mayweather og barnabarns mafíósans Gotti endaði með hópslagsmálum Hnefaleikakappinn fyrrverandi Floyd Mayweather og John Gotti III mættust í sýningarbardaga um helgina sem fór algjörlega úr böndunum. Gotti III er barnabarn John Joseph Gotti Jr., alræmds mafíósa frá New York í Bandaríkjunum. 13.6.2023 07:01
Dagskráin í dag: Spænski og Bestu mörkin Það er rólegt um að litast á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld en við bjóðum þá upp á tvær beinar útsendingar. 13.6.2023 06:01
Verra að missa af HM heldur en að vera dæmdur í átta mánaða bann Ivan Toney, framherji Brentford, var nýverið dæmdur í 8 mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir það verra að hafa ekki verið hluti af enska landsliðshópnum á HM í Katar undir lok síðasta árs en að mega ekki spila og æfa næstu mánuði. 12.6.2023 23:31
Vinícius fetar í fótspor Ronaldo Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior mun feta í fótspor Cristiano Ronaldo á komandi tímabili í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vini Jr., eins og hann er kallaður, mun nefnilega klæðast treyju númer 7 hjá stórveldinu Real Madríd. 12.6.2023 23:01
Mbappé mun ekki framlengja í París Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur tilkynnt félaginu að hann muni ekki framlengja samning sinn sem rennur út sumarið 2024. Ákvörðunin gæti leitt til þess að PSG ákveði að selja leikmanninn í sumar. 12.6.2023 21:15
Segir FH vilja framherja Lyngby Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni. 12.6.2023 20:31
Berghuis í bann fyrir að bregðast illa við rasisma Steven Berghuis, miðjumaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun byrja næsta tímabil í þriggja leikja banni. Hann veittist að stuðningsmanni FC Twente eftir leik liðanna í lokaumferð nýafstaðins tímabils. Gerði hann það þar sem stuðningsmaðurinn var með kynþáttaníð í garð samherja hans. 12.6.2023 19:30
Sjáðu markið: Afmælisbarnið Hlín áfram á skotskónum Hlín Eiríksdóttir hélt upp á 23 ára afmæli sitt með því að skorað annað mark Kristianstad í 2-0 útisigri liðsins á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var hennar þriðja mark í síðustu fjórum leikjum. 12.6.2023 19:00
Kjóstu Gísla Þorgeir sem leikmann ársins í Þýskalandi Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er tilnefndur sem leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Neðar í fréttinni má finna hlekk þar sem hægt er að kjósa þennan íslenska miðjumanninn. 12.6.2023 18:00
Utan vallar: Mannlegur Grealish ber af hjá Evrópumeisturunum Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg. 12.6.2023 09:01