UEFA aftur gagnrýnt vegna miðamála og aðstæðna í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sætir nú gagnrýni vegna hvernig staðið var að málum í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu karla megin. Er þetta annað árið í röð sem það gerist. 12.6.2023 07:01
Dagskráin í dag: Denver Nuggets getur orðið NBA-meistari í fyrsta sinn Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld en stærsti leikur dagsins er viðureign Denver Nuggets og Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Fari Denver með sigur af hólmi verður það meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. 12.6.2023 06:00
Sjö Evrópumeistarar í liði ársins | Rodri leikmaður ársins Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Þá var tilkynnt hver hefði verið valinn bestur sem og besti ungi leikmaðurinn. Það kemur ekki á óvart að Evrópumeistarar Manchester City á flesta leikmenn í liði ársins. 11.6.2023 23:31
Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 11.6.2023 22:45
Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11.6.2023 19:46
Andri Lucas skoraði sjálfsmark þegar Norrköping missti niður tveggja marka forystu Andri Lucas Guðjohnsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Norrköping gerði 2-2 jafntefli við Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 11.6.2023 17:35
Enginn unnið fleiri risamót en Djokovic Novak Djokovic varð í dag sigursælasti karlmaður í sögu tennis, allavega þegar kemur að risamótum í þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag. Hann vann sitt 23. risamót þegar hann bar sigur úr býtum á franska opna. 11.6.2023 17:01
Benítez tilbúinn að snúa aftur til Napoli Hinn spænski Rafael Benítez segist vera tilbúinn að taka aftur við stjórn Napoli en hann stýrði liðinu frá 2013 til 2015. 11.6.2023 09:30
Sigurmark Rodri og magnaðar markvörslur Ederson Manchester City vann Meistaradeild Evrópu í gær, laugardag, þökk sé marki Rodri í síðari hálfleik sem og nokkrum mögnuðum markvörslum frá Ederson. Markið sem og vörslurnar má sjá hér að neðan. 11.6.2023 09:01
Messi í Miami mun bylta MLS-deildinni þökk sé Apple og Adidas Lionel Messi hefur ákveðið að hans næsta skref á knattspyrnuferlinum verði tekið í Miami í Bandaríkjunum. Heimsmeistarinn hefur samið við Inter Miami og stefnir á að gera slökustu sóknarlínu MLS-deildarinnar samkeppnishæfa. Ljóst er að koma hans í deildina mun auka áhuga á henni til muna. 11.6.2023 07:57