Þjálfari Chelsea vill hjálpa fyrrverandi lærisveini sínum Mauricio Pochettino, nýráðinn þjálfari Chelsea, ætlar að rétta Dele Alli, leikmanni Everton, hjálparhönd. Dele blómstraði undir stjórn Pochettino hjá Tottenham en hefur engan veginn fundið sig undanfarin misseri og var meðal annars lánaður til Tyrklands á síðustu leiktíð. 10.7.2023 06:01
Miðvörðurinn Timber mun spila sem bakvörður hjá Arsenal Liðnir eru dagarnir þar sem bakverðir voru hvað mest ógnandi leikmennirnir á knattspyrnuvellinum. Nú snýst allt um að stjórna leiknum og verjast skyndisóknum. Arsenal mun því nota miðvörðinn og miðjumanninn Jurriën Timber sem bakvörð. 9.7.2023 23:31
Verstappen eftir sjötta sigurinn í röð: „Byrjuðum skelfilega“ Þrátt fyrir enn einn sigurinn þá var Max Verstappen, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, með hugann við skelfilega byrjun í kappakstri dagsins. 9.7.2023 23:00
Spænska goðsögnin Luis Suárez látin Spænska knattspyrnugoðsögnin Luis Suárez er látin. Hann var 88 ára gamall. 9.7.2023 22:00
PSG heldur áfram að bæta við sig leikmönnum Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa fest kaup á franska varnarmanninum Lucas Hernandez. Sá er 27 ára gamall og hefur spilað 33 A-landsleiki fyrir Frakkland. Hann kemur frá Bayern München. 9.7.2023 21:16
Sextán ára undrabarn stelur senunni á Wimbledon Hin 16 ára gamla Mirra Aleksandrovna Andreeva er komin í fjórðu umferð Wimbledon-mótsins í tennis. Hún er yngsta konan í sögunni til að komast svo langt á þessu fornfræga móti. 9.7.2023 20:30
Tjáði sig í fyrsta skipti eftir slysið skelfilega: „Ég er mjög lánsamur“ Sergio Rico, markvörður París Saint-Germain, hefur tjáð sig í fyrsta skipti eftir að hann féll af hestbaki og stórslasaðist. Var hann í dái í allmarga daga eftir á. 9.7.2023 19:46
Markasúpa og dramatík í Keflavík, Alex Freyr hetja ÍBV og öruggt hjá Blikum Topplið Víkings gerði 3-3 jafntefli við Keflavík á laugardag á meðan Alex Freyr Hilmarsson tryggði ÍBV 1-0 sigur á Fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru svo illa með nýliða Fylkis. Mörkin úr leikjunum þremur má sjá hér að neðan. 9.7.2023 19:01
Sjáðu mörkin: Sveinn Aron sá gult þegar Elfsborg fór á toppinn Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson voru báðir í byrjunarliði Elfsborg þegar liðið pakkaði Davíð Kristjáni Ólafssyni og félögum í Kalmar saman. Sigurinn lyfti Elfsborg upp fyrir Malmö og á topp deildarinnar. 9.7.2023 18:15
Sáu aldrei til sólar gegn Portúgal Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri steinlá gegn Portúgal í B-riðli Evrópumótsins sem fram fer í Rúmeníu. Lokatölur 44-27 Portúgal í vil. 9.7.2023 16:46